17.1.03

þá er kominn vetur!!! var veðurtepptur í nótt á urriðavatni í góðum félagsskap; sigmar bóndi, ingi valur skógarhöggsmaður og jón kolbeinn sjómaður. við vorum að spila askinn (nördar, já ég veit) til 2 ásamt þeim fóstbræðrum begga blúz og eiríki stefáni. ég hélt ég yrði svo úti í morgun þegar ég labbaði frá kleinunni (h. bjarnarsson sótti okkur og setti okkur út þar) en ég hafði ákveðið í heimsku minni fyrr um kvöldið að geyma rússahattinn heima, vitleysingur! nú er ég heima án matar og án heilsu (en það gerist ekki oft :( ) finnur ætlar að hjálpa mér að breyta síðunni hið fyrsta, stay tuned! hehehe, jájá. skrifa meira seinna...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/17/200314.1.03

alveg gleymdi ég að minnast á dauða maurice gibb og skammast ég mín fyrir það! mjög sorglegur dagur fyrir tónlistarheiminn, bee gee´s halda þó áfram sem betur fer en engin önnur hljómsveit hefur samið eins marga hittara og þeir, annaðhvort fyrir aðra eða fyrir þá sjálfa, ótrúlegir alveg! allir að kjósa í könnuninni hérna fyrir neðan en þar vill meiri hlutinn breyta síðunni og ég geri það sjálfsagt von bráðar...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/14/200313.1.03LubbakönnunÁ ég að breyta útliti síðunnar?
Já!
Nei!
Hef ekki skoðun.

Current Results
Create a FREE Alxnet Web Poll
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/13/2003


sælt veri fólkið! ég frelsaðist á laugardaginn, ég sá nefnilega lord of the rings 2 - the two towers með bróður mínum helga gæsamömmu og nú er Gandalf minn guð. myndin er þvílík snilld að minnugustu menn muna vart betri mynd (hvað eru mörg m í því?) mæli eindregið með að fólk sjái þessa mynd. gerði voðalega lítið annars um helgina, skrapp aðeins á orminn á laugardaginn en edrú og var stemmningin andskoti súr svo lítið annað sé sagt. óheppnin tók völd once again þegar ég ætlaði að skutla sætri stelpu heim og vera voðalega svalur en nei, bíldruslan hennar mömmu varð bensínlaus á tjarnarbrautinni og komst grey stelpan ekki heim til sín fyrr en seint og um síðar meir fyrir tilstilli ungs riddara á hvítum bíl, nefnilega Jóni nokkrum frá Hofi, takk fyrir það. jú á föstudaginn gisti ég í félagsmiðstöð fellamanna, Afrek og hafði bara ágætlega gaman að því en það var sleepover hjá 7-8bekk þar sem við horfðum á með allt á hreinu og ten things i hate about you, borðuðum pizzu og sögðum draugasögur. leikurinn verður svo endurtekinn næsta föstudag þegar 9-10.bekkur gistir. ætlaði að segja eitthvað meira en man ekki, bless.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/13/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com