|
|
|
|
|
6.2.03 í dag bjargaði ég litlu barni frá drukknun. var í sundi og þar voru systkyni í barnalauginni svona ca 5ára stelpa og 2ja ára bróðir hennar en hún setti hann í laugina sjálfa bara með einn kút um handlegginn og hann var alveg með hausinn í kafi og var að bursla á fullu og reyna að halda hausnum uppúr sem var mjög erfitt fyrir þann litla. þá kom: OFUR-BJÖRGVIN og bjargaði málunum :) pabbinn kom síðan skömmu seinna úr heita pottinum og tók krakkana. stelpan sagðist hafa verið að kenna honum að synda, stupid kid! ekki þakkaði pabbinn fyrir bölvaður og ég lofa því að ég ætla ekki að bjarga barninu aftur! ég er nú samt alls ekki að segja að ég sé einhver hetja, barnið hefði svo sem bjargast á endanum, segjum frekar að ég hafi aðstoðað því að komast aftur í barnalaugina. ævintýrin sem maður lendir ekki í í sundlaug egilsstaða! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/06/2003
heimur versnandi fer!! world war 3 á næsta leiti og allt fer til andskotans og útaf hverjum? fávitanum honum Bush og hans mönnum! æji nenni ekki að tala um þetta núna. tala frekar um eitthvað sem skiptir ekki máli og er tilgangslaust (miðað við stöðu mála í heiminum í dag) en það er útskriftarferð!!!! jibbí, ég, simmi og davíð ætlum að reyna að vera saman í 4 manna herbergi og þurfum við að redda einum vitleysingi í viðbót, sennilega reyni svavar :) annað tilgangslaust: vona að allir mæti á ball í valaskjálf! hef heyrt frá ekki ómerkari manni en ragga jóns að stemningin fyrir því sé gríðarleg og ekki bara hjá litlu börnunum heldur einnig hjá (h)eldra fólki! ég þar! ég var að senda inn póst til rásar 2 og bað ég um að fá gefins nýja diskinn með snillingnum nick cave, vona það besta... shit eins og þið (þú) sérð þá hef ég ekkert að segja, hafið það gott, kem bráðum með nýja könnun! bless. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/06/2003
4.2.03 gleymdi alltaf að sýna ykkur myndir úr partýi sem ég og finnsi bróðir héldum í sumar, buðum sænskum túristum í partí og hvað get ég sagt, hlutirnir byrjuðu sakleysilega með poolleik en svo fór áfengið að segja til sín..., hér eru myndirnar!! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/04/2003
2.2.03 þá er helginni lokið að sinni... föstudagurinn: fór á fellablót eftir erfiðan og leiðinlegan dag (læsti mig úti og fleira í þeim dúr), skemmtiatriðin voru fín en ballið var alveg hreint skelfilegt!! sat mest megnið af ballinu einn við eitthvað borðið og horfði á blindfullt fullorðið fólk dansa gömlu dansana, stakk af snemma enda þreyttur. fór með kristínu örnu og camillu en önnur þeirra höslaði EKKI ********** uppá lofti og gaman að því... laugardagurinn: gerði landfræðiverkefni í góðra vina hópi og kláraði það um ellefu leitið um kvöldið, fór þá í sturtu og svo í worms (sem er snilldarleikur sem ég á í ps2 tölvunni) með bergvini, eika emils og (metal)jóni frá hofi, þvínæst á orminn sem hélt stíft uppá afmælið sitt. þar var margt um manninn og allir í stuði, drakk duglega (ég var aldrei hættur, bara hef minnkað þetta!) keypti mér ca. 6 woodiesa sem er alltof mikið en svo var alltí einu allt búið. eitt slúður: camilla og ómar tamzok (kysstust uppá títiprjón) og ekkert nema gott um það að segja, bæði gott fólk. :) ég hugsa að ég leigi spólu og hafi það kósí í kveld. bless. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/02/2003
|
||||
|
|
|
|
|