jæja, batman birti könnun mína sem er hér fyrir neðan og ekkert nema gott um það að segja, well nema að milljón manns er búið að taka þátt í spurningakeppninni um sjálfan mig, fólk sem ég þekki ekki rassgat....æji mér er svo sem sama. á föstudaginn gisti ég í félagsmiðstöðinni og það var bara nice, horfðum á the new guy (sem er hörmuleg * stjarna) og síðan á lengri útgáfuna af lord of the rings - fellowship of the ring (***** stjörnur hjá mér) og fórum að sofa um 6 leitið. gaman að þessum krökkum :) á laugardaginn fór ég í hjaltalund (félagsheimili í hjaltastaðaþinghá) á leiklistar-eitthvað, áttum að semja leikrit en síðan var hætt við það og við lékum okkur bara og lékum uppá sviði og höfðum gaman :) mér líst vel á þennan hóp en það gæti verið að ég geti ekki verið með í að setja upp leikrit vegna þess að ég þarf að reyna að útskrifast einhverntímann, sé samt til, kannski er alveg nógur tími. ég á afmæli bráðum og er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að halda uppá það (ég veit ég verð bara 23 en verður maður ekki að reyna að gleðja fólk í þessari grámyglu hversdagsins?) soffía vinkona mín kemur þann 21 og vill endilega að ég haldi eitthvað,arrg mig langar :) sjáum til, hafið það gott...