1.3.03

sæl og blessuð, ætli maður þurfi ekki að blogga eitthvað... fór á ball í gær og skemmti mér bara fínt, byrjaði á orminum í kveðjupartýi hrafndísar skvísu, þar var fullt af fullu og skemmtilegu fólki og mikið gaman, mikið grín en ég var eitthvað graður og ákvað að fara á ball þrátt fyrir að nokkrar stúlkur hefðu grátbeðið mig að vera áfram á orminum, ég er jú svo skemmtilegur félagi á djamminu en eitthvað meira? nei alls ekki... en c´est la vie :) þegar á ballið kom var greddan svo sem horfin og dansgírinn kominn í gang aftur og ég dansaði og dansaði og það var helvíti gaman, takk dama fyrir dansinn (ef þú lest þetta) ;)
barkinn var þarna á undan en þar kepptu fullt af misgóðum söngvurum um að komast til akureyrar í aðalkeppnina, mín gella, magga dagga vann þetta með laginu nobodys wife og allir ánægðir, nema þeir sem töpuðu... reyndar var hljóðmaðurinn ekki að gera góða hluti, klúðraði ótrúlega miklu og setti svolítið leiðinlegan svip á keppnina. í kvöld skal farið á orminn enn einu sinni (fer að hvíla mig bráðum á þessu aftur, það er bara búið að vera svo gaman undanfarið) en í dag er einmitt 14ár síðan bjórinn var leyfður á íslandi eftir bannið. opnu dagarnir voru magnaðir, liðið mitt vann íþróttamótið og magnús skarphéðinsson var góður að vanda, bið að heilsa ykkur í bili, skrifið í helvítis gestabókina og commentin, annars nennir maður þessu varla!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/01/200324.2.03

everybody hurts...munið það!
jæja nú stendur yfir opnir dagar í menntaskólanum, búið er að skreyta skólann með allskonar lituðum grænum hringjum...ehh jú nóv vatt æ mín! í kveld mun ég keppa í dvergakasti og dúkadrætti (nei það felst ekki neitt kynferðistlegt í því) ég er nefnilega í hvíta liðinu (egilsstaðir og nágrenni) gaman gaman. shit hvað það er eitthvað gott veður núna!! mamma kemur heim í dag frá rvk með ammælisgjöfina mína, alltaf gaman að fá gjafir, finnur bróðir gaf mér tvær dvd (too much man) groundhog day og starwars episode 2. jæja, er í vinnunni núna ásamt fanney gellu :) alltaf gaman að spjalla við hana. bless...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/24/200323.2.03

langt síðan síðast! ég hef elst um heilt síðan ég bloggaði síðast, orðinn 17ára.... ok 23... og það er kúl... :( búinn að djamma dálítið undanfarið en í gær fór ég á orminn og skemmti mér (og öðrum) konunglega! ég var reyndar frekar þreyttur enda hafði ég sofið í ca 5 tíma síðustu 2 sólarhringa, var í lærdóms/spilamaraþoni með ferðahópnum og svaf ekki mikið. nú fer bókin mín alveg að verða tilbúin, er að bíða eftir svari frá smáraprenti á neskaupsstað, bíð spenntur... höttur vann 2 leiki um helgina á móti þór þorlákshöfn (þar sem jason leikur lausum hala) og fjölni, alveg magnaðir kappar á ferð! þarf víst að taka þátt í að skreyta skólann á eftir útaf opnu dögunum, nenni því engan vegin enda var ég kosinn í þessa nefnd gegn mínum vilja en c´est la vie. talandi um svona er lífið, sá þátt jóns ólafssonar á rúv áðan en hann var að taka viðtal við ómar ragnarsson, mikið rosalega er hann skemmtilegur karl! kann alveg óteljandi skemmtisögur og hefur gert svo mikið og svo söng hann nýtt lag sem hann samdi "svona er lífið" alveg ágætt hjá karlinum. vona að mín ævi verði svona skemmtileg eins og hans. bið að heilsa í bili lömbin mín.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/23/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com