|
|
|
|
|
5.3.03 reynslusaga frá almenningsklósetti: ég fór á klósettið í menntaskólanum á egilsstöðum í morgun, hef reynt að forðast þannig ferðir en í þetta skiptið gat ég ekki beðið, þurfti að gera nr. 2 í skyndi. ég var sestur og bað til "guðs" um að enginn kæmi inn því það er alveg óþolandi þegar slíkt gerist. viti menn, þar sem að guð er ekki til þá kom einhver inn er ég var í miðjum klíðum, settist í básinn við hliðinni á mér og byrjaði einnig að gera nr. 2. ég tók fyrir eyrun og reyndi að hreyfa mig ekki neitt svo að hinn aðilinn myndi ekki vita af mér (veit ekki afhverju en ég gerði þetta samt). fljótlega fóru skrítnar hugsanir að skjótast upp á yfirborð heilans en ég fór að pæla í því hvort ég væri nokkuð að anda of hátt eða hvort gaurinn hafi heyrt í mér þegar ég færði vinstri löppina til hægri og fleira í þeim dúr, var sem sagt á barmi taugaáfalls, fann svitann spretta fram ennið og hjartslátturinn varð örari. loksins kláraði kauði sig af og fór að þvo á sér hendurnar, ég andaði léttar en hann var þó ekki ennþá farinn, var reyndar alveg heillengi að þvo á sér hendurnar, mér datt í hug að það hafi ekki verið til klósettpappír þarna hjá honum en vildi ekki hugsa þá hugsun til enda. loksins fór kappinn og ég var frjáls, kláraði mig af og hljóp út, frelsinu feginn og sór þess eið að fara aldrei aftur á almenningsklósett, þ.e. ef ég þarf að gera nr. 2 . Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/05/2003
4.3.03 bolla bolla bolla!!! jájá dagarnir þrír eru núna, sprengidagur í dag og öskudagur á morgun en ég fæddist einmitt á öskudegi, þetti vita ekki allir =) skólinn byrjaður með allt sitt stress, nenni varla að standa í þessu en jú, maður verður að útskrifast einhverntímann... var á leiklistarsamlestri í gær en við ætlum að setja upp stútungasögu en þar er dregin dár að íslendingasögunum (vel mælt ekki satt?) mun ég leika höfðingja mikinn að nafni haraldur, meira segi ég ekki um þetta. helgi bróðir kemur heim um næstu helgi og ég er farinn að hlakka þokkalega til, hann verður reyndar bara um helgina og fer svo aftur suður en við gerum eitthvað saman, skreppum á eskifjörð að kíkja á ættingja eða á hallormsstað eða whatever! verð líka að fara að skrifa stymma bróður bréf, þýðir ekki lengur að liggja í leti!! bless í bili, hlustið á nick cave and the bad seeds! ps. smá frétt, bill blixa er hættur í the bad seeds enda búinn að spila með nick cave í um 20ár (líka í fyrri hljómsveit caves : the birthday party) og er að sögn orðinn þreyttur, vill víst einblína á einhverja aðra hljómsveit sem hann er í... ruglaður hehe. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/04/2003
2.3.03
I'm Chandler Bing from Friends! Take the Friends Quiz here. created by Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/02/2003
enn ein slagsmálin orsökuð af esk-norðfirðingum áttu sér stað í gær en Í*** fjölskylduvinur minn barði grandarlausan víði þórarinnsson og ætlar sá maður að kæra, réttilega, alveg er þetta óþolandi kækur hjá fjarðarbúum! annars var alveg ágætt í gær, drakk rúma kippu og varð ekkert drukkinn og það var bara fínt! kannski maður fari í bíó í kvöld þar sem að ég vann miða á handboltaleik hattar um daginn. myndin er 8mile með eminem í aðalhlutverki, kannski maður reyni að bjóða einhverri stelpu í bíó... æji ætli það. liverpool vann bikarinn áðan 2-0 á móti m. united, húrra fyrir því :) bless. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/02/2003
|
||||
|
|
|
|
|