4.4.03

another one bites the dust!! orð freddies eiga svo sannarlega við í dag. i fought the law (pella-mafian) and the law won. þessi lína þeirra clash manna passar einnig vel við það sem ég segi nú frá. ég fór sem sagt í bt með dvd mynd sem bróðir minn hafði gefið mér í afmælisgjöf, hafði reynt nokkrum sinnum áður að fá þessum diski skilað fyrir rétt verð: 3699 kr. ca. en alltaf var hann kominn á afslátt 1990 kr. ég er nú ekki góður í stærðfræði en með hjálp brósa fann ég út að þetta er töluverður munur. þar sem mér finnst ekki gaman að tapa penginum arkaði ég í bt eins og áður sagði og ætlaði aldeilis ekki að láta taka mig í hringvöðvann ósmurt en nei yfirvaldið var sterkari og sagði mér að diskurinn myndi aldrei fara aftur á hærra verð þannig að ég yrði bara að sætta mig við orðinn hlut því jú svona væri bara lífið. ég nöldraði (eins og maður á til að gera annað slagið) en ég fékk þau rök að þetta væri rekið fyrir sunnan og þar væru skýrar reglur en ég meina, þetta er lítið samfélag fyrir austan og ekkert auðveldara en að vera almennilegur (nema kannski að vera leiðinlegur) og leyfa mér, fátæklingnum að fá mínu fram. frændur eru frændum vestir er sagt, mér var riðið í ósmurt rassgatið og ég fór heim með bestu lög a-ha og bestu lög queen sem ég fékk á 2 fyrir 2200 tilboði en aukreitis borgaði ég 200 - 300 kall á milli, góður dráttur það!

einn ljós punktur gerðist þó í dag en það var það að ég fékk moggan frá því í gær ókeypis vegna þess að ég er víst í honum (einhver auglýsing frá akureyrarbæ), hah!! ekki tókst mafíunni að koma í veg fyrir það!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/04/20033.4.03

er búinn að bæta við tveim nýjum linkum, aldísi og sigmari bónda, allir að kíkja á það :) blogger.com er drasl, enda ókeypis, búið er að draga 3000 manns frá teljaranum þannig að ég er ekki lengur kominn með yfir 10.000 flettanir, rödd sannleikans lifið þó áfram, lifir að eilífu.
leiklistin heldur áfram, ég er farinn að kunna allan textann og eintóm gleði ríkir á sviðinu, gengur samt ekkert agalega vel að slá þórey birnu (hluti af leikritinu), kann ekki alveg að slá stelpur.... gott mál kannski :)
bless í bili.
ps. skrifið nú í gestabókina....


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/03/20032.4.03

jæja gott fólk (eða góði maður/góða kona), loksins blogga ég! þið verðið bara að sýna mér skilning því ég er á fullu á leiklistaræfingum og vinnu að það hálfa væri helmingur og sökum þess get ég ekki bloggað eins oft og ég vildi.
Helgin: fór á akureyri með menntaskólanum, reyndar leigðum við jeppa, við bergvin, jökull, júlía kerúlf, hafliði og jón nokkur kolbeinn. byrjað var að djúsa klukkan 2 um daginn (á leiðinni) mæli ekki með því svo sem en farið var á skauta í skautahöll akureyrar en ef ég hefði ekki verið með lítinn bláan hjálm á hausnum þá væri ég líklegast ennþá á gjörgæslu, þvílíkt og annað eins. sem betur fer var ég ekki sá eini því bergvin og böðvar voru álíka hörmulegir á skautum. mér hefði kannski gengið betur ef ég hefði ekki asnast á skauta fyrir lengra komna, hokkískauta. ég hafði ekki farið á skauta síðan 1986 í trékyllisvík!!
eftir þessar sjálfsmorðsæfingar fórum við á pöbbarölt, eitthvað sáu hallormsstaðabúar og félagar um að slást en ég var sallarólegur á kaffi amor en þreyta var komin í mannskapinn um hálf 2 og farið var heim (eftir talsverðar stympingar og öskur). gist var í gömlu hænsnabúi í sveinbjarnargerði en var að sjá að þarna hefðu verið hænur en þetta var helvíti magnað pleis (vel mælt og höfðinglega) reyndar svaf bergvin félagi ekkert voðalega vel fyrstu nóttina vegna þess að læti voru beggja megin við hann, hrotur og ...læti af öðrum toga skulum við segja :)

daginn eftir var farið í verslunarferð í bæinn og mikið gaman og mikið fjör, keypti mér sumarjakka (jack & jones.....jæja hagkaup þá....) og bol, mikil kaup þar.
haldin var svo gríðarleg pizzuveisla (ég fékk 2 sneiðar held ég...) á sveinbjarnarstöðum þar sem eftirvæntingarfullir krakkarnir biðu bæði eftir pizzuáti og söngkeppni framhaldsskólana en hámarki náði þó gleðin og ánægjan er skólameistari vor, helgi ómar, hélt bráðskemmtilega og upplífgandi ræðu þar sem hann meðal annars sagði að ferðin væri ónýt, hún væri ömurleg og að það myndi ekki vera farið aftur í slíka ferð aftur, besti punkturinn hjá blessuðum manninum var þó þegar hann sagðist ætla að reka 9 manns úr skólanum fyrir að koma of seint heim og vera drukkna (menningarferð = drykkja, einföld stærðfræði) eftir ræðuna miklu fóru nokkrir að gráta en ég hinsvegar rak kókglas til lofts og sagði hátt og snjallt: skál! og var tekið vel undir það.
söngkeppnin var svo alveg stórkostleg að minnugustu menn muna vart betri keppni. fannst mér muse gaurinn með rauða hárið standa uppúr en showið hans var rosalegt. sáttur var ég samt með sigurvegaran en það var ung stúlkukind úr ma sem söng hina fornkveðnu vísu vatnsenda-rósu (horfði einmitt á videó í gær með afkomanda rósu gömlu en það er sæt stelpa sem gaman að er umgangast en nóg um það) hæst heyrðist í me-ingum í salnum (hæst glymur í tómri tunnu...) en þannig er það bara...
bæ í bili, orðinn of seinn í sjoppuna.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/02/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com