jah góðan daginn! loksins hef ég tíma fyrir smá blogg. 38 komment hér fyrir neðan sprottin upp af þessari einu, saklausu setningu: legg mínum flokki lið í baráttunni við illu öflin. alveg finnst mér þetta helvíti fyndið en nú er nóg komið held ég.
nú er lokasýning stútungasögu í algleymingi og allir sáttir, magnað lokapartý haldið heima hjá jóel og á hann hrós fyrir vel heppnað dæmi, raggi simm var skrautlegur og sama má segja um dána en nóg um það :)
ég dimmiteraði um daginn og skemmti mér alveg hreint konunglega (fyrir utan það að engin voru vínberin, alsberar konur og hásæti) sumir héldu því fram að ég væri að drepast á tímabili því ég lá undir teppi í um 2 tíma en jú ég var að drepast úr kulda, ekki af áfengisdrykkju enda búinn þá með áfengið. ég hinsvegar skrapp heim svo og sótti mér meira, kom vel hífaður í skólann með hinum englunum og fórum við nokkrir vitleysingar í kennslutíma og létum vel og vorum þægir, gaman að þessu.
jú eitthvað var ég með læti og leiðindi daginn sem davíð oddsson kom í me, hengdi upp (réttilega) plögg með myndum af fórnarlömbum bandamanna (sem dabbi og dóri studdu eins og hálfvitar) og skrifaði eitthvað á borð við takk fyrir að bendla okkur við þetta og fl. flestir tóku þessu vel en sumir úr nemendaráði (frænka dóra ásgríms nota bene) reyndu að skamma mig fyrir þennan "dónaskap" en ég bennti þeim (henni) á skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi og fleira og kvað hana í kútinn (enda vissi hún ekkert hvað hún var að segja greyið) en ég er ekkert ósáttur við þessa manneskju, hún er fín!
í gær las ég ljóð fyrir fólk í valaskjálf en þar var einhver svona 1maí skemmtun, gekk bara vel, jájá...
hef ekki annað að segja í bili, elskið friðinn og strjúkið kviðinn...