|
|
|
|
|
8.5.03 eftir kortér mun ég upplifa eina af mikilvægustu augnablikum ævi minnar, ég fer í landfræðipróf!! ég er í þann mund að kúka á mig af stressi en ef ég fell í þessu skítlega prófi mun ég verða af draumi mínum um að útskrifast. ég vona að þetta gangi upp en ég hef lært ágætlega fyrir þetta próf, wish me luck. bless. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/08/2003
6.5.03 hvað skal segja? eru allir í stuði?? það er ég ekki svo sem, frekar rólegur þessa stundina, búinn að gera ekki dick shit síðustu daga nema slappa af og horfa á vidjó. fór í próf um daginn í þjóðhagfræði og stóð mig (öllum að óvörum) bara þokkalega vel, hef ekki áhyggjur af þessu! hins vegar hef ég talsverðar áhyggjur af næsta prófi; landfræði. erfitt og leiðinlegt fag sem manni er "kennt" í gegnum fjarfundarbúnað sem er mjög óþægilegt dæmi, mæli ekki með því. jæja barátta vinstri grænna gengur sinn vanagang, nú þarf að gefa aðeins í því við þurfum meira fylgi, erum með ca 9,8% sem er þó meira en undanfarið, sættum okkur við 15-20%. það verður mikið fjör og mikið gaman þann 10 en þá eru kosningar og allt brjálað! við finnur bróðir ætlum að skella okkur sem fyrst til akureyrar til að kaupa föt því ekkert fæst í þessu krummaskuði (þvílíkt orð!!) æji hef lítið að segja, þarf að fara að ganga í hús með áróður frá þuríðið backman og co :) bless í bili! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/06/2003
|
||||
|
|
|
|
|