14.5.03

Loksins Stúdent!

Jæja, nú er ég búinn að fá út úr prófunum og fékk að vita það að ég féll ekki í neinu sem þýðir að ég er orðinn stúdent!!! af því tilefni mun ég setja saman lista von bráðar með highlights frá menntaskólaárum mínum (sem eru orðin æði mörg).
ég lenti í furðulegri videó reynslu um daginn en þá kom andri þór með spólu til okkar finns en sú mynd heitir the master of disguise og er með dana carvey í aðalhlutverki. þarna er á ferðinni ein ömurlegasta mynd sem hollywood hefur alið af sér en aldrei á ævinni (sjaldan) hef ég hlegið eins dátt (og grenjað) að einni mynd. sem sagt; ömurleg mynd, svo ömurleg að maður gjörsamlega missir sig í hlátri.
ég er farinn að halda að ég sé hommi, afhverju? jú ég endaði kvöld eitt um daginn með því að horfa á myndina anywhere but there með susan sarandon og natalie portman í aðalhlutverkum en hún fjallar um erfitt samband mæðgna sem flytjast úr litlu sveitaþorpi til beverly hills í l.a. konumynd? ójá!! hafði ég gaman að henni? já ;(
jæja fer að vinna, hafið það gott
kveðja Björgvin STÚDENT!!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/14/200311.5.03

Ríkisstjórnin rétt heldur velli


jæja, fór í gær með finni bróður á akureyri að kaupa föt, keypti dýrindis leðurskó og nokkra boli, ferðin gekk slysalaus með öllu og var hin ágætasta. fórum meðal annars í bíó á myndina X-Men 2 en hún er góð
(dálítið verið að gagnrýna bandarísk stjórnvöld)
er heim var komið var farið í sturtu og nýju fötin mátuð og notuð á kosningadjamminu, það fór vel fram, kom við hjá vinstri grænum og kíkti síðan á hótel hérað þar sem allskonar litaðar grænar baunir voru samankomnar (fjöldinn allur af allskonar fólki) og var það frekar gaman. síðan fór ég á orminn en hann var stútfullur af dópuðum fjarðarbúum (eski og nesk) en þar var víst komið að einum inná klósetti þar sem hann var að borga fyrir dóp... í blíðu!!!!! kommon strákar, læsið hurðinni!!
úrslitin voru ekkert frábær en þuríður backman komst inn. ríkisstjórnin hélt velli með naumindum en starfar varla áfram í óbreyttri mynd með rétt rúmlega 50% fylgi, vonum ekki. vil samt ekki að einhverjir fávitar (taki það til sín sem mega) fari að vera með kjaft og barnaskap hér á commentunum.
hafið það gott, er farinn út í rigninguna :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/11/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com