26.5.03

Costa del Sol!!

jæja, þá er stutt í það maður! (eða kona, en konur eru líka menn þannig í raun skiptir þetta ekki máli...) er með nettan (fm-mál) hnút í maganum, er í rvk núna, ætlaði að gera svo margt í dag en lá fastur heima hjá gylfa þór en þar var enginn bíll og langt í miðbæinn :( gerði sem sagt ekki rass, fór á american style (ég veit, ég skammast mín finnur :)) og svo í kveld á subway, delish! langaði að gera eitthvað í kvöld en hálf nenni því ekki.
já á meðan ég man, ég útskrifaðist úr menntaskólanum á egilsstöðum á laugardaginn af félagsfræðibraut (sálfræðilína hét þetta líka í gamla daga) með 152 einingar. einnig fékk ég svona helvíti skemmtilega viðurkenningu fyrir "ötula" baráttu fyrir útbreiðslu á skákíþróttinni og ljóðlistinni, gaman að því. mamma hélt ljómandi litla veislu fyrir nokkra útvalda heima í fellabænum og var gerður góður rómur að, þvínæst héldum við finnur og kolla uppí sumarbústað á úlfsstöðum en þar var haldið heljar júróvisjón-útskriftar-velkomnarheimfrádanmörkustelpur-partý! eftir það var svo farið á ball með tveimur dónarlegum haustum sem léku við hvurn sinn fingur. mikið gaman, mikið grín!
ég mun reyna að blogga eitthvað frá spáni (lofa engu samt) og ég hvet alla til að kíkja á óperuna sem sýnd verður á eiðum í júní en þar er gellan mín í kór ;)
bless í bili!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/26/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com