í kveld mun ég sækja akureyri heim og skemmta mér þar alla helgina, fæ ég gist hjá vinkonu minni, henni öddu. ætla á böll með írafár (jibbí...) í svörtum fötum, land og synir (held ég) og paparnir... mögnuð helgi framundan! (shit nú heyrir óheppnisguðinn í mér...)
í gær komu tvær "frægar" manneskjur í búðina en bjartmar guðlaugsson (mamma beyglar alltaf munninn) og svo bergljót eða hvað hún heitir úr píkusögum, þannig að í búðinni voru samtals 3 þekktar manneskjur ef andri þór er talinn með en hann var í viðtali í austur-glugganum um daginn.
sjálfur verð ég í næsta blaði...
hvert ætlar fólk um helgina?
well góða skemmtun! :)
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/01/2003
30.7.03
kvikmyndagagnrýni
sá þrjár myndir nýlega:
tortímandinn 3. bjóst ekki við neinu, jú reyndar bjóst ég við hörmulegri mynd en mér skjátlaðist. myndin er flott, fyndin og bráðskemmtileg og hefur svartinaggur sjaldan verið flottari, 52 ára ca. eini galli myndarinn er sá að edward furlong leikur ekki í myndinni en hann lék í mynd nr 2. gaurinn sem leikur john connor er samt sem áður fínn og venst óvenjufljótt, konan sem leikur vonda tortímandan er íðilfögur. ***1/2 af *****
gangs of new york. myndin fjallar um new york í kringum 1840 en þá ríkti óöld milli svokallaðra frumbyggja (þó ekki indjána, bara "sannra amerikana" og innflytjenda sem flestir komu frá írlandi. myndin er flott, vel leikin af leo decaprio, daniel day lewis og c diaz svo fá ein séu nefnd en hún er einfaldlega of löng eða 170 mín, frekar langdregin og á köflum þreytandi. myndin fær ** af *****
bowling for colombine þarna er á ferðinni vinsælasta heimildarmynd sögunnar en meistarinn michael "shame on you mr. bush moore er allt í öllu þar. myndin fjallar um byssuóða bandaríkjamenn en leitar moore að svörum við þeirri spurningu, afhverju drepast um 11þús. manns af völdum skotárása en aðeins ögn af því broti (t.d. um 65 í bretlandi) í öðrum löndum.
frábær mynd sem fær ***** af 5 mögulegum.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 7/30/2003
28.7.03
ball og fleira bull
ball helgarinnar var þrumugott, ég byrjaði á 30 afmæli félaga míns þar sem bjórnum var dælt í mig og frænda minn, hann eika. eftir 15-20 glös (illa reiknað) fórum við frændurnir á ball með hljómsveit íslands, gleðisveit ingólfs en þeir komu mér á óvart því ég hélt þeir kynnu ekki fleiri en 4 lög. þeir tóku nokkur rokklög eftir hljómsveitir á borð við metallica og nirvana, ég er enn með hálsríg.
í dag hitti ég mann í búðinni (byggingavörudeild khb) en maðurinn er engin annar en radíusgaurinn steinn ármann magnússon. ég tók tal við hann þar sem ég játaði fyrir honum að við bræðurnir værum miklir aðdáendur radíusbræðra og þótti honum gaman að heyra það. eftir nokkrar vandræðanlegar stundir með honum ákvað ég að draga mig í hlé og fara að vinna. vona að honum hafi þótt jafn gaman að spjalla og mér.