nú er hljómsveitin gamla hljómar snúin aftur og væri það gaman ef þeir hefðu ekki týnt hæfileikunum sínum á þeim 30 árum sem þeir hafa verið í pásu. nýjasta lag þeirra heitir mývatnssveitin er æði en það er svona nokkurskonar reggie lag sem væri gott ef það væri vel ort en textinn er nokkurnveginn svona í viðlaginu:
mývatnssveitin er æði
allan sólarhringinn
þar er stórkostlegt svæði
fyrir þennan eða hinn
mývatnssveitin er æði
einstakt náttúrufar
við förum þangað við bæði
eiðum tímanum þar
að mínu mati hefði þessi lagbútur átt frekar heima í lélegri ferðaþjónustuauglýsingu sem aldrei yrði sýnd almenningi.
hvað segist annars? flott gott að heyra.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/08/2003
5.8.03
helgin
föstudagurinn
kom á akureyri um tólf leitið að kveldi til. fór til vinkonur minnar, öddu.
við fórum saman útí bæ, ég til ómars vinar en hún til vinkonu sinnar.
við ómar fórum á pöbbarölt en slatti var af fólki þarna.
ég sé fyrrverandi kærustu mína með síðhærða maiden gaurnum sínum, hló.
geng á milli bara, hitti fyrrverandi vinnufélaga og drekk bjór með þeim, gaman gaman.
laugardagurinn
vakna þunnur heima hjá öddu. við förum að spjalla.
við förum í heimsókn til vinkonu hennar sem spáði svo í tarot spil. ég á að gæta hófsemi...
með það að leiðarljósi förum við í bæinn og eyðum smá pening í mat og bjór.
hún fór svo að sofa, var með hausverk og ég hitti kollu systur, við drukkum 2 bjóra eða svo ásamt kalla lú (jebb, fm gaurinn (ómægat) og lóu kærustu hans)
á kaffi amour.
klukkan 8 fór ég í bíó með öddu, fórum að sjá hryllingsmyndina wrong turn. stuttu eftir hlé labbaði adda hinsvegar út, ég hló.
hitti öddu aftur eftir bíóið og við spjöllum.
seinna um kvöldið fórum við aftur í sitthvora áttina, hún til nýrrar vinkonu og ég í akureyrskt partý sem vinur minn steini plögg bauð mér í.
drekk þokkalega en þó ekki eins mikið og steini greyið, hann ældi og fór heim fyrir ball. ég hló.
hitti jón kolbein fyrir utan papaball í sjallanum og hann gaf mér miðan sinn.
fór á ballið og skemmti mér konunglega.
sunnudagurinn
vakna þunnur heima hjá ómari félaga.
geri ýmislegt um daginn eins og spjalla meira við öddu og reyna að redda mér fari heim á egilsst. (var með heimþrá)
um kvöldið fór ég í partý með öddu heim til vinkvenna hennar og bauð eika emils með. fínasta partý.
komst ókeypis á ball því ég var á gestalista fm (ómægat!!!) árni már, mágur minn bauð mér og eika emils á írafár.
dansaði mikið við kollu systur, skemmti mér frábærlega.
fór heim frekar í glasi - ég dó.