23.8.03

ormsteiti

ég ætla að hér með að hvetja ykkur báða sem lesið þessa síðu að kíkja á ormsteiti í kvöld en þar munu stíga á stokk listamenn á borð við bjartmar guðlaugs (mamma beyglar alltaf munninn) dúkkulísurnar, litríkir postular, lubbi klettaskáld og bringukollarnir (valgeir skúla, reynir kerúlf, siggi franski og fl. rokkarar) svo fátt eitt sé nefnt. stemmningin er gríðarleg í bænum og spái ég troðfullu valaskjálfi í kvöld þegar sálin hans jóns míns tryllir lýðinn! ég veit fyrir víst að heilt kvennafótboltalið frá vopnafirði (sem ól af sér lindu pé) mun mæta en einnig munu ítalarnir frá kárahnjúkum og einhverjar gellur þaðan líta á djammið, sem gerir það bara litríkara :)

heyrði dálítið fyndið viðtal á rás tvö áðan, þar var útvarpskona að sunnan að taka viðtal við formann hreindýrafélags (eða whatever) um hreindýrakjötið sem boðið verður uppá í kveld á ormsteitinu. konan fór að tala um að kjötið væri af törfum sem voru skotnir fyrr en ella vegna þess að ef þeir hefðu verið skotnir nú í sumar væri kjötið óætt. útvarpskonan spurði þá hvernig á því gæti staðið og hreindýrakonan sagði að þegar svona langt er liðið á sumarið væru þeir farnir að huga að barneignum og hættu því að borða og gengu forðan af sér. ég var að fara að slökkva á þessari leiðinlegu umræðu þegar konan bætti svo við að það væri svona brundbragð af svona óætu kjöti. útvarpskonan átti mjög bágt með sig eins og sennilega allir sem á þetta hlustuðu, meira að segja mér svelgdist á. þvílík snilld hjá þessari hugrökku konu, til hamingju...
sjáumst í kvöld, sauðdrukkin!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/23/2003



21.8.03

glæný helgi framundan

er farinn að hlakka ískyggilega mikið til helgarinnar þrátt fyrir að þurfa að vinna 3 laugardaginn í röð! afhverju hlakkar mig til? ég á að lesa ljóð á ormsteitinu sem nú stendur yfir á egilsst. og nágrenni, hef ég ætlað mér að fá mér í annan fótinn áður en ég stíg á stokk, svona rétt til að afstressa mig :) eftir ljóðalesturinn held ég svo áfram að djúsa því seinna um kvöldið er svo aðal ball sumarsins, sálarball! verður það haldið í valaskjálf og má búast við fullu húsi! ég vona að sem flestar gellur sjái sér fært að mæta svo maður geti reynt þó það sé ekki meira en bara það. well, líklegast horfir maður bara... kemur í ljós.
mæli með að fólk lesi þessa síðu en passið ykkur, hundurinn bítur! :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/21/2003



20.8.03

hótel mamma

jæja, þá er ég fluttur á hótel mömmu aftur (síðast bjó ég þar árið 2000 að mig minnir!) það er svo sem ágætt, minna privacy en þetta verður vonandi bara í mánuð því ég er að reyna að komast út en hef engin svör fengið frá pakkinu í danmörku.
ég er hættur með minni kærustu en við gerðum það í sameiningu og í mjög góðu, enda frábært fólk á ferð hehe :)
þannig að stelpur... ég er á lausu... æj fuck, bara ættingjar sem lesa þetta :(
ég bið sigmar bónda afsökunar á orðum mínum hér á blogginu þar sem ég sagði hann ábyrgan fyrir fótameiðslum bergvins, en það var víst annar og stærri simmi sem þar var að verki, sorry sigmar!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/20/2003



17.8.03

hlandblautir hattar og einfættir félagar

í gær fór ég á lokahóf FCþristarins en þar voru samankomnir vitleysingar og fávitar af góðum ættum og skemmti ég mér konunglega. blöðrur voru sprengdar og stundum fylltaf af bjór áður og drukkið var úr brotinni trekt sem ekki sló eins í gegn. kosningin var löng en skemmtileg en einn atburður var þó ekki eins gleðilegur en vakti þó ómælda ánægju mína en það var þegar tveir vitleysingar að nafni hafliði og gutti ákváðu í vínæði sínu að míga oní kosningahattinn hans stebba. stebbi var að sjálfsögðu ekki sáttur en ákvað að taka þátt í gríninu með því að skvetta hlandi yfir pörupiltana. gaurarnir urðu mjög ósáttir en þó sérstaklega gutti sem réðst á stebba og upphófust miklar stimpingar við mikinn fögnuð áhorfenda (well, ég hafði gaman af þessu). þetta rugl endaði með því að gutti fór í fílu út (sá hann ekki aftur það kvöldið). síðar fór ég á kalla lú og luvgúru en það var bara ágætt. hefði mátt drekka svona kippu minna en þetta var alveg ágætt. kom svo að bergvini, b-vini og félaga liggjandi á stéttinni fyrir framan valaskjálf, hálf-skælandi greyið því hann hafði dottið svo hryllilega því sigmar nokkur bóndi var eitthvað að djóka í honum með þessum afleiðingum, skammist hann sín! ég hjálpaði begga að sigga pylsum þar sem hann lá einnig í valnum enda gat hann illa staðið í lappirnar, ég settist við hlið hans og ældi úr mér maganum (pylsan fór öfugt í mig...) þvílík sjón að sjá þessa tvö vitleysinga, annar ælandi og hinn vælandi.
ég hringdi svo á finn bróður sem sótti okkur. læknirinn vildi ekki skoða bergvin í dag er hann hringdi í hann, sagði honum sömu línu og allir fá sem fara á sjúkrahúsið á egilss. "fáðu þér verkjatöflu og hvíldu þig" mátti svo koma seinna ef hann yrði eins slæmur. nú er bergvin því óvinnufær með einn fílsfót.

í dag erum við finnur búnir að standa í flutningum en við munum klára það á morgun.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/17/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com