gleymdi nokkrum punktum. johnny cash, þið vitið, þessi þumbaralegi en góðlegi kántrýþunglyndis söngvari sem söng nýlega með snillingnum nick cave dó í gærnótt úr sykursýki, 71 árs gamall. fari hann í friði. john ritter (held að ég muni það rétt) sjónvarpsmyndaleikarinn góðkunni lést í gær líka sökum hjartaáfalls 54ára en hann þjáðist af hjartagalla, greynilega. ef þið kannist ekki við nafnið, skuluð þið bara leita að honum á www.google.com t.d. og/eða finna fréttina á www.mbl.is (nenni ekki að finna þetta fyrir ykkur, er í gamalli tölvu föður míns sem vinnur álíka hratt og níræð saumakona frá úrugvæ (talvan ekki pabbi))
einnig dó hún anna nokkur lindh, sænski utanríkisráðherran en hún var stungin til bara í verslunarmiðstöð í stokkhólmi í gær eða fyrradag.
gleymdi líka að óska fólki til hamingju með 11.september en hann ber að fagna rétt eins og öðrum dögum ársins.
ég er búinn að gleyma hinu sem ég gleymdi.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 9/12/2003
svíþjóð nálgast
jæja, þá er ég búinn að panta mér flug til danmerkur þann 21.sept., keyri suður með eiríki stefáni þann 17. hlakka gríðarlega til en kvíði líka ennþá meira en það er bara hluti af lífinu... hehe.
nú er komin helgi en ég eyði henni að hluta til heima hjá pabba á borgarfirði eystri, það verður gaman, ætla samt að djamma (surprice?) annað kvöldið hérna á egilsstöðum, veit ekki hvort það verður í kvöld eða á morgun, ætla að kveðja bæinn með stæl með hjálp frá félögum.
akkurat ekkert hefur á daga mína drifið síðan ég hætti að vinna í byggingavörudeildinni, ég slæpist um og horfi á vídjó á kvöldin með bergvini og miriam.
tvö gagnrýni:
fallen
mynd með kevin bacon, charlize theron og courtney "hóru" love.
fjallar um þremeninga sem vinna við það að ræna börnum ríkra hjóna og skila þeim til baka þegar þau hafa fengið pening frá foreldrunum. kevin bacon leikur aðal "vonda" karlinn en hann á það til að ríða mæðrunum (skemmtilega þenkjandi bófi). theron leikur svo mömmu eins barnsins sem ákveður að taka lögin í sínar hendur. fín mynd sem kemur á óvart, vel leikin og skemmtileg ** og 1/2 stjarna
bruce allmighty
aðalhlutverk: jim carrey, jennifer aniston og morgan freeman.
fjallar um meðalljónið bruce nolan sem vinnur sem fréttatrúður á chanel 7 minnir mig sem einn daginn klikkast aðeins og missir vinnuna og klessir bílinn og fleira og kennir guði um allt saman. guð ákveður að kenna honum lexíu, afhendir bruce starfið sitt og fer svo í frí.
mjög fyndin mynd á köflum en dettur svo niður í ameríska vellu. vel leikin og vel gerð. og greinilegt samt að þessi mynd á að vera með mikinn boðskap.
fín afþreying þrátt fyrir væmnina, ** og 1/2 líka.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 9/12/2003
9.9.03
tómir dagar
best að fjalla eilítið um síðustu helgi.
föstudagur
vann í gæslunni í menntaskóla egilsstaða ásamt kyntröllinu, árna óla. busaball stóð þá yfir þar sem óli rúnar jónsson lék fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni
tveim dónalegum haustum. eins og öll almennilega busaböll þá einkenndist þetta af vælum,ælum og slagsmálum enda margir krakkar þarna að drekka í fyrsta sinn. sú fyrsta kom heim klukkan að verða 12, þá dauð greyið, auðvitað nafngreini ég hana ekki hér. næstur kom svo skeggjaður töffari sem hafði ælt töluvert en hann kom að verða 1 heim. alls komu um 4 manneskjur útúr heiminum þetta kvöld, hin komu af sjálfstæðum.
ekkert vesen var þetta kvöld annars en ég horfði á vidjó (analize that (*1/2)) og svaf og fæ fyrir það ca 6 þúsund kall, ekki amarlegt það.
laugardagskvöld
fór í partý til bergvins ásamt fríðu föruneiti en við vorum eitthvað um 8 stykki enda er íbúðin sem bergvin býr í pínulítil og tekur ekki mikið fleiri. eiríkur stefán, bryngeir, jökull, pétur örn og fleiri voru þarna og skemmtum við okkur konunglega, jafnvel keisaralega! hersingin fór svo á ball með brimkló og borgaði heilar 2200kr inn...
skemmti mér ekkert voðalega á ballinu og fór heim snemma. sá dálítið eftir peningnum...
þessa dagana er ég hættur að vinna og er bara að væflast um, þarf að ganga í hús og selja ljóðabókina mína ef einhver vill kaupa hana, þarf að ná mér í einhvern pening því ég er að fara til svíþjóðar þann 21 sept. gaman gaman vonandi.
æjá ætli maður verði ekki aðeins að minnast á landsleikinn. ísland vann þýska stálið 0 - 0 þarf ekki að segja meira.