jæja, nú er ég búinn að vera í rvk í nokkra daga og búinn að lesa 2 sinnum upp ljóð fyrir sauðdrukkinn almúgann. fyrra skiptið var á bláa barnum en þar var haldið ljóðakvöld. mér var tekið bara töluvert vel en þarna voru alsskonar listaspýrur og furðufuglar. þarna voru líka tvær manneskjur sem höfðu verið með mér í skóla í trékyllisvík, af öllum stöðum í heiminum og af öllum dögum í árinu þá kusu þau að vera þarna, mjög skemmtileg tilviljun.
seinna skiptið var í gær í stúdentakjallaranum en soffía björg vinkona bauð mér þangað en þar var svo kallað "listakvöld" og mækinn laus. ég greip tækifærið og las slatta af ljóðum og allt ætlaði að verða vitlaust.... nei nei en það var hlegið og klappað þannig að mission acomplished (veit ekkert hvernig maður skrifar þetta) dagurinn í dag er sá síðasti á íslandi í bili og verð ég að reyna að nýta hann vel, fer í bíó í kvöld með finni á myndina 28days later en það er einhver skemmtilegur hryllingur. hef ekki meira að segja í bili. takk.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 9/20/2003
18.9.03
reykjavík city slicker
þá er ég kominn í borg óttans en ég stoppa stutt því ég flýg til danmerkur á sunnudaginn. nú gisti ég hjá finni bróður og óla og fl. á tunguveginum. í kvöld mun ég svo lesa ljóð á bláa barnum, mana alla þá sem eru fyrir sunnan og lesa þetta blogg (enginn reyndar) að mæta. hef lítið að segja, hef lítið gert, skrifa meira seinna.
ps. vann magicmót í menntaskólanum um daginn í æsispennandi keppni, jónas lennti í 2 sæti greyið en ég var titlaður the master of the nerdiverse, the power of nerdscull gaman að þessu.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 9/18/2003
16.9.03
loksins virkar blogger.com!
vá, síðan helgi lenti í vandræðum með tölvuna "sína" og þurfti að eyða fullt af fælum og einhverju hef ég ekki getað bloggað neitt og lítið getað skoðað póstinn minn.
á morgun fer ég suður þar sem ég ætla að gista hjá finni bróður á tunguveginum, lesa ljóð á bláa barnum, selja bækurnar mínar í mál og menningu og sennilega djamma eitthvað ef ég nenni. á sunnudaginn fer ég svo til svíþjóðar... er með grjóthnullung í maganum útaf því en þetta reddast örugglega allt. hótelstýran sem stymmi bróðir vinnur undir bað hann að láta mig hafa samband þegar ég kæmi, það væri jafnvel einhverja vinnu að fá hjá henni, helvíti magnað ef það reddast. stymmi sagði mér líka að það væri gott ef ég myndi sækja dönskukennslu í köbenhavn, það er fínt svo sem held ég.
vá hef ekkert að segja, þarf að snúast dálítið mikið í dag, heyrumst! :)