9.10.03

nýfallinn snjór

jæja, þá er veturinn kominn til egilsstaða með allt sitt hafurtask (hef aldrei skrifað þetta orð áður) en ég held þetta sé bara kurteisisheimsókn núna, að hann fari aftur en komi svo til að vera í nóvember. það er eitthvað svo notarlegt við nýfallinn snjó. ég er ekki viss um að ítalarnir uppá kárahnjúkum séu sammála mér en þeir hafa ekki séð neitt ennþá (aint seen nothing yet!) en þar er allt í uppnámi, menn fá ekki borgað á réttum tíma og ekki rétta upphæð einu sinni og menn veikjast og slasast og eru reknir fyrir vikið eða látnir vinna illa puttabrotnaðir, meira helvítis ruglið. ég er atvinnulaus í augnablikinu en það hvarlar ekki að mér að sækja um þarna uppfrá, nei takk! sæki um í dag á nokkrum stöðum eins og bt, hraðhreinsun austurlands og kannski café nielsen og ríkinu (my second home hehe). Styrmir bróðir á afmæli í dag, hann er hvorki meira né minna en 28ára í dag! til hamingju brósi og fyrirgefðu að ég er ekki hjá ykkur á afmælinu :/ vonandi verður eitthvað næs get to gether hjá ykkur :) sendi þér póst á eftir. já og sorry, fann ekki betri mynd af þér hehe.
jæja bless í bili folks!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/09/20037.10.03

heaven can wait

ekki var flogið í dag austur vegna ísingar í lofti þannig að nú er ég fastur í stórborginni reykjavík. þykir mér þetta miður því ég hafði hug á að mæta á bandíæfingu menntaskólans á egilsstöðum í kvöld klukkan 22:00. kem ég þó á morgun ef veður leyfir og kemst þá í tæka tíð á magic-the gathering spilakvöld. það þykir mér gaman. einnig barst mér til eyrna að fyrirhugað er að halda spunaspilskvöld á fimmtudaginn, það þykir mér ljómandi gott að heyra og mun ég með öllu móti reyna að komast á það skemmtikveld. þið sem ekki vissuð áður að ég er meganörd, vitið það núna, read ´em and weep .
veit ekki hvað skal gera í dag en það er eitthvað svo all revved up with no place to go
... þetta blogg er í boði meat loaf


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/07/20035.10.03

breyting til batnaðar

er búinn að sitja sveittur og sorglegur við skjáinn síðan ég vaknaði og bætt inn fullt af nýjum blogglinkum, endilega kíkið á þetta allt saman. er líka búinn ad gera svona komment ef þið látið örina liggja yfir nöfnunum á bloggurunum, rosalega tæknilegt!

hvet alla til að tékka á honum meat loaf kallinum, hann er alveg ágætur, hörku rödd! til gamans má geta þess að hann átti afmæli 27. sept síðastliðinn en þá varð hann 56 sem gerir hann jafngamlan og pabba mínum, tilviljun? held ekki...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/05/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com