18.10.03

laugardagskvöld

hvað skal gera? veit ekki, erfitt að segja. búið er að bjóða mér að spila askinn á urriðavatninu ásamt fríðu föruneyti og einnig í rauðvínsdrykkju hjá hálfdáni helgasyni. held ég kjósi seinni kostinn því ég þarf að vakna snemma á morgun á leikæfingu en vika er til frumsýningar. ef ég myndi spila askinn kæmi ég ekki heim fyrr en 6 en frá rauðvínsdrykkjunni um ca 3 þannig að það liggur í hlutarins eðli að velja bragðbetri kostinn (hef aldrei notað þessa uppalegu setningu áður).

kvöldið í kvöld er síðasta kvöldið í bili sem ég verð með hár. sorgleg staðreynd en staðreynd engu að síður, það á að raka mig á morgun fyrir leikritið, helvítis leikritið.

í gær var ég á næturvakt í menntaskólanum, byrjaði reyndar á ömurlegasta uppistandi norðan ermasunds er bergvin kenndur við blindni mætti á svið. nenni varla að skrifa um þennan gaur, sagði bara lélega brandara sem hann fann í andrés andarblöðum, milli þess sem hann rakkaði niður lísu litlu leifs við misjafnan fögnuð viðstaddra. nenni hér með ekki að skrifa meira um þennan fír.
ég sofnaði klukkan 6 í morgun, horfði á myndina confessions of a dangerous mind þar sem sam rockwell fór á kostum í hlutverki sjónvarpsþáttaframleiðanda og leigumorðingja CIA. fínasta mynd sem fær hátt í 3 stjörnur af 5.

góða helgi, góðir hálsar.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/18/200317.10.03

bergvin blindi og gæslan

kvöldið er ákveðið. ég fer á uppistand með blindum grínista á hátíðarsal menntaskólans á egilsstöðum (þ.e.a.s. ef grínistinn finnur húsið...) og síðan beint að vinna við ekki neitt. ég verð nefnilega í gæslunni með birni gísla, spurning að leigja sér vídjó og hafa það næs á meðan peningarnir rúlla inn :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/17/2003


zzzZZZzzzzZZZzzZzz

jæja, er lítið að gera þessa dagana, en kvöldin er annað mál, æfingar fyrir gaukshreiðrið eru stífar og á hverju kvöldi, nema í kvöld. hvað skal maður gera?? hugmyndin var að fara á fáskrúðsfjörð ásamt fríðu föruneyti, ekki 7 útaf hring, heldur 5 útaf draugaleit. já, ég, bergvin, eiríkur stefán, siggi behrent og elmar logi erum að hugsa um að kíkja á draugaleg eyðibýli eins og gamla sjúkrahúsið á fásk. tökum að sjálfsögðu með okkur poloroid myndavél en flestar draugaljósmyndir eru teknar á þannig vélar. auðvitað búumst við ekki við að finna neitt, þetta er bara spaugferð og örugglega bráðskemmtileg. veit ekki hvort þessi helgi verður fyrir valinu eða sú næsta...
bless í bili, skrifa kannski meira í kvöld.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/17/200315.10.03

vitnaleiðsla vitleysings

haldið ekki að hálviti sem við skulum ekki nafngreina hér, úr lögreglunni á egilsstöðum, þeirri ómerkilegu stofnun hafi hringt í mig og félaga minn, bergvin í dag og boðað okkur í vitnaleiðslu. vegna hvers kann einhver að spyrja sig, nú vegna umferðaróhapps sem ég lenti í síðasta vetur, nánar tiltekið þann 10 febrúar, rétt fyrir 10, 2003 fyrir framan tjarnarlönd 14. ég var nýlagður af stað í skólann ásamt áðurnefndum bergvini er bílinn byrjaði að renna til í hálkunni enda var bæði svell á götunni og bleyta á svellinu í ofanálagi. ég gerði allt sem ég gat til að forðast það að lenda á vörubíl sem kom á móti mér en allt kom fyrir ekki, ég rann undir hann og skemmdi bíl mömmu en vörubíllinn skemmdist sama sem ekkert en hann lenti reyndar aðeins utan í jeppa sem var lagt þarna nálægt en engin skemmd kom á jeppan, bara svart far sem hægt var að klóra af. útaf þessu fékk ég sektarboð uppá 5.000 kall sem ég að sjálfsögðu neitaði að borga, enda gerði ég allt sem hægt var til að koma í veg fyrir þetta, nema þá helst að labba í skólann. ég talaði við lögfræðing sem sendi skýrslu til sýslumanns sem svo hafði ekkert aftur samband við mig. fyrir nokkrum mánuðum sagði lögfræðingurinn mér að ef lögreglan eða sýslumannsembættið væri ekki búið að hafa samband þá, væri málið líklegast og örugglega dottið niðurfyrir. hálfu ári eftir óhappið fæ ég svo hringingu frá þessu rambó wannabe fífli en hann hafði fundið skýrsluna í skúffu og ákveðið þar sem hann hafði ekkert annað við tímann sinn að gera að hafa samband. nokkrar tillögur til lögreglunnar um hvað hægt er að gera þegar þeim leiðist:

1. gætuð kíkt á firðina í kring eða í ákveðin dópheimili á egilsst. og leitað að dópi.
2. bjargvættir íslands á kárahnjúkum vaða víst í dópi, hvernig væri að kíkja þangað??
3. heyrst hefur að bjargvættir íslands borgi fyrir blíðu á héraðinu, er kannski hægt að athuga það?
4. gætuð verið duglegri við að stöðva slagsmál um helgar.
5. prófið að mæta á staðinn ef einhver hringir í ykkur eins og t.d. ef kvartað er undan barsmíðum og grátum í næstu íbúð en ekki segja bara "koma lætin frá heimili A****** A*******? jájá við höfum fengið hringingar útaf þessu áður, þetta er alltí lagi"
6. nenni ekki að ráðleggja ykkur meira, eigið að getað unnið vinnuna ykkar!


ef ég fæ að velja á milli þess að borga þessar skítnu 5.000 kr. og að sitja í fangelsi í nokkra daga þá kýs ég sko seinni kostinn, bara til að sýna hvað þetta eru miklir vitleysingar.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/15/200313.10.03

til hamingju ég

á laugardaginn labbaði til mín undurfríð dama með hið sterka og fallega nafn katla til mín þar sem ég stóð eins og sauður í söluskálanum og spurði hvort hún gæti ekki keypt af mér ljóðabók sem hún ætlaði að gefa systur sinni í afmælisgjöf. að sjálfsögðu gat hún það og á eftir mun ég selja þessu fagra fljóði bókina við hátíðlega athöfn, takk fyrir mig :)

mín fyrrverandi kærasta til nokkurra ára á afmæli í dag, er hún 21árs (en hegðar sér eins og 14ára... nóg um það) þannig að Eva, ef þú lest þetta, til hamingju... já nei ekkert að þakka, þakkaðu bara eiríki og segðu honum að koma þakklætinu til skila til mín...Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/13/2003


gaukshreiðrið

sælt veri fólkið. fyrir einskæra tilviljun hef ég landað litlu en þó stóru hlutverki í snilldarverkinu gaukshreiðrið en leikfélag fljótsdalshéraðs setur það upp undir stjórn odds bjarna (sá sami og leikstýrði mér í stútungasögu). gaukshreiðrið var fyrst gefið út sem bók, síðan kvikmynd árið 1975 ca þar sem jack nicholson hlaut óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverkið en hann leikur gaur sem kemur inná geðdeild en er alls ekki geðveikur, vill bara sleppa við fangelsi og sannfærir því læknana um að halda honum inni. deildinni er stjórnað harðri hendi af yfirhjúkku sem leikin er af louise fletcher en hún fékk líka óskarinn fyrir aðalhlutverk. á deildinni eru allskonar geðsjúklingar og rugludallar en hann myndar sérstakt vináttuband við indjánahöfðingja sem þar dvelur, mállaus og heyrnarlaus.... einstaklega mögnuð mynd og hvet ég alla til að horfa á hana. einnig bið ég fólk að kíkja á leikritið þegar þar að kemur en frumsýning er eftir akkurat 2 vikur, klukkan 18:00. ég leik sjúkling sem eitt sinn var ofbeldisfullur durgur en eftir aðgerð á fremra heilablaði, algjört grænmeti, slefandi og pissandi á mig. hlakka mjög til að leika þennan gaur.

annars er lítið að frétta, fer sennilega að vinna eitthvað við að týna kartöflur á valla-nesi fyrir skít á priki en eitthvað verður maður að gera til að fá smá, á ekki neitt núna nema þá helst krónu með gati (síðan ég var í danmörku...)

fór á helvíti gott ball um helgina þar sem í röngum götum spiluðu fyrir troðfullu húsi. dansaði heilmikið við mína fyrrverandi, siggu eir og spjallaði lengi við mömmu hennar, sif, mjög fínt fólk. fór einn heim eins og svo sorglega oft áður.

keppti á magic móti í morgun, tapaði öllu og fór heim í fýlu, gat ekki dick-shit. hjálmar vann og jónas í öðru, til hamingju með það!
segi ekki meira í bili. góðar stundir.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/13/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com