flott fyrirsögn? nei, ekkert svo.
heyrði lag á rás 2 fyrir nokkrum dögum síðan, lagið var frá ca 1965 á að giska og alls ekkert slæmt. textinn hins vegar var ógeðslegur, líklegast saminn af barnaníðingi, hér er brot:
young girl, get out of my mind
my love for you is way out of line
run away girl, before i change my mind
you´re only a baby in discuise
svo man ég eftir einni og einni setningu eins og t.d.
run home girl to you momma
before i change my mind
man ekki meira en man bara að í stuttu máli fjallaði textinn um eldri mann
sem var hrifinn af lítilli stelpu og var með samviskubit yfir því og bað hana um
að hlaupa heim til mömmu áður en eitthvað kynferðislegt gerðist.
sagði líka að þó hún væri með meikup og í flottum kjól þá væri hún bara barn
í dulargervi. flott lag en viðbjóðslegur texti!
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/01/2003
31.10.03
we have a new record!
afsakið enskuslettuna hér fyrir ofan en ég sá áðan mér til ómældrar ánægju að 8 hundruð og eitthvað manns hefur sótt síðu mína heim það sem af er mánuðinum (já það er 1 dagur eftir...) en það er mesta aðsókn á síðuna síðan í mars! gaman að þessu.
sýning nr. 2 á gaukshreiðrinu átti sér stað í kveld en ekki mættu margir eða um 30 manns, vonandi bætist úr því...
sýningin gekk vel framan af en í partý atriðinu sem er frekar seint í leikritinu klúðraðist mikið. í stuttu en frekar flóknu máli þá átti börkur að segja: barinn er opinn! og áttu þá allir að fagna því og fá sér slurk af einhverju áfengi (blandað við ýmiskonar geðlyf) og átti þá hún hildur evlalía að segja ég ætla að pissa! og æða svo út. stuttu seinna átti hún að koma öskrandi með slefandi mig á hælunum því hún hafði farið í vitlaust herbergi. það sem gerðist var hins vegar það að börkur opnaði aldrei barinn, enginn fagnaði og enginn drakk og evlalía gleymdi að fara á klósettið en öskrið var á sínum stað og svo rauk hún á klósettið. ég var baksviðs á meðan þetta var, bíðandi eftir því að evlalía kæmi svo ég gæti komið á eftir henni inná sviðið aftur, með slefið í skegginu, hún náttúrulega kom ekki en einar rafn sem einnig var baksviðs sagði mér að ég ætti að vera kominn inn þannig að ég hálf hljóp inná sviðið (ég leik mann sem getur voðalega lítið hlaupið eða gert nokkurn skapaðan hlut) á kolvitlausum tíma!! þvílíkt og annað eins yndislegt klúður! ég er efs um það að þið hafið skilið þessa litlu leikhússögu en mér er sama, ég þurfti að koma henni frá mér :)
góða nótt.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/31/2003
29.10.03
góðar fréttir á erfiðum tímum
í dag barst mér góðar fréttir í formi tölvupósts. þar var mér tilkynnt af einum af stjórnendum ljóðasíðunnar ljod.is að gefa eigi út ljóðabók fyrir jólin sem inniheldur 100 bestu ljóð ljod.is. ekki nóg með það heldur var ljóðið mitt "hughreysting" valið til að vera í þessum hópi ljóða. sjálfur fæ ég svo send 2 eintök af henni í desember, get varla beðið, mikill heiður.
annars í lítið að frétta af mér, hangi bara og reyni að finna mér eitthvað að gera, sæki um vinnu ef mér dettur eitthvað í hug, vonast eftir vinnu á flugvellinum, gæti verið skemmtilegt.
var að skrifa grein í austur-gluggann sem sennilega birtist von bráðar.
ætlaði að segja eitthvað meira en man ekki hvað það var. góðar stundir.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/29/2003
27.10.03
mánudagur til mæðu
í gær frumsýndi leikfélag fljótsdalshéraðs leikritið gaukshreiðrið, það var gaman.
í gærkvöld var svo frumsýningapartý sem einnig var gaman.
í dag er mánudagur sem er ekki alveg eins gaman.
ég sá atvinnumanninn áðan á skjá 1, rosalega var það gaman.
er gaman hjá ykkur?
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/27/2003
26.10.03
draugaleit
í gærnótt fór hópur vaskra manna í fremur óvenjulegan leiðangur, leiðangur sem hæglega gat orðið þeirra síðasti. þetta var draugaleiðangur. fór þessi misgáfulegi hópur á fáskrúðsfjörð með bjór í annari og vasaljós í hinni og litla von í hjartanu. ákveðið hafði verið að kíkja inní franska sjúkrahúsið sem stendur eitt og yfirgefið á nesinu milli fáskrúðsfjarðar og stöðvafjarðar. þetta hús var hrörlegt að sjá og greinilegt að tíminn hafði nartað í það og skilið það eftir hálfnakið, það nakið að sál þess sást innum rúðurnar. hópurinn skipti liði og rölti um þetta dimma og illa farna hús, það var greinilegt að ýmislegt hafði farið fram þarna í tímana rás, á því var enginn vafi. á tímabili þurftu þessir fífldjörfu menn að stikla á örmjóum spýtum sem lágu þvert yfir nakið loftið, hættan á að detta var gríðarleg. á efri hæðinni marraði í gólfinu í hverju leitandi skrefi, óttinn lá í loftinu, ástin hafði yfirgefið húsið. eini kvenmaðurinn í hópnum yfirgaf samkvæmið fljótlega, hræðslan hafði yfirbugað sjálfstraustið. eftir talsverðan svita, nokkur tár og fáeinar dökkar vangaveltur hittist flokkurinn fyrir utan þetta niðurrifna draugahús. fljótlega uppgötvaðist að einn vantaði. það var vaskur sveinn sem hafði orðið viðskila við hópinn á efri hæðinni sem var horfinn. leitin af honum stóð yfir í um 4 taugatrekkjandi mínútur en þá gekk hann út óhultur að sjá en það var eitthvað sem fékk menn til að ætla að þessi drengur yrði aldrei samur, það sást á augunum.
stuttu seinna hélt þessi hugrakki flokkur heim á leið, fullir af nýjum minningum og nýrri sýn á lífið eftir dauðann.
í stuttu máli gerðist ekki neitt í þessari ferð sem hægt er að blogga um. góða helgi.