jamm lokahóf leikfélags fljótsdalshéraðs er í kveld en þar verður borðaður dýrindis matur og öl teigað af krafti og arty-farty ræður haldnar við mikinn fögnuð viðstaddra! (farinn að hljóma eins og 50ára þorrablótskall) ég mæti að sjálfsögðu í nýþvegnum jakkafötum og flottur!
í gær var ég óvænt kallaður í vinnu en ég var í gæslunni á vistinni í valaskjálf. ég fylgdist með þvögunni sem myndaðist fyrir utan 1.des ballið í gegnum gluggann og skemmti mér konunglega, hef aldrei áður verið áhorfandi í svona djammi, vantaði bara poppið og kókið. nobbarar og hafnarbúar mættu galvaskir en allt kom fyrir ekki, engin almennilega slagsmál voru þarna, gott mál.
1.des skemmtunin var víst fín segir helgi bróðir minn en þar var t.d. sonur minn, hákon seljan kosinn joker me og átti hann það fyllilega skilið stráksi, sver sig í ættina... hehe.
góða kvöldið!
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/29/2003
28.11.03
lærðu að segja nei björgvin!!
ég hef nýlega tekið að mér 2 frekar erfið verkefni því aldrei hef ég lært að segja nei. ég á að sjá um grýlugleðina fyrir hönd leikfélags fljótsdalshéraðs en það felst í því að redda leikurum til að leika leppalúða og grýlu (tókuð þið eftir því hvernig ég braut upp gamla hefð og setti leppalúða á undan grýlu!?!) og svo þarf ég að skipuleggja þetta eitthvað nánar en skemmtunin verður haldin á sunnudaginn upp á skriðuklaustri, daginn eftir lokapartý leikfélagsins...
hitt sem ég lofaði að gera er jólasmásaga í austur-gluggann en ég fæ 2 vikur til þess arna (heyrirðu það arna?) dojj! hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa um... einhver með hugmynd?
ég er samt alls ekki að kvarta, það er gott að hafa eitthvað að gera í atvinnuleysinu, eitthvað krefjandi svo maður drepist ekki alveg.
ég er annars búinn að safna skeggi nú í 2 vikur ca og kominn tími til að snyrta.... :)
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/28/2003
25.11.03
vitlaus og allslaus ég hef lengi verið talinn með seinheppnari mönnum en í gær sannaðist það svo um munaði. ég fór á magic-the gathering kvöld í menntaskólanum en ákvað rétt fyrir 23 að kíkja til kidda flugu og taka mér spólu. það mistókst, allavega mistókst mér að taka þá mynd sem ég hef ætlað mér að sjá síðustu 3 vikurnar, the pianist. hún átti að vísu að vera inni en nei, einhver gleymdi að skila henni. jæja, ég tók aðra mynd og ætlaði svo að sækja helga í menntaskólann. helgi tjáði mér hinsvegar að hann ætlaði með hjálmari baldurss. heim. gott og vel. ég næ að keyra smá spöl þar til bíllinn er gjörsamlega bensínlaus, fyrir utan menntaskólann. ekkert mál hugsaði ég, ég fæ bara hjálmar til að skutla mér í essó eftir bensínbrúsa. það gekk líka vel, ég sótti brúsann en varð að fá pening fyrir bensíninu lánaðan hjá stráki sem þar var staddur. hjalli fór aftur uppí skóla á meðan ég planaði að hella bensíni oní tankinn. þá fattaði ég að ég hafði gleymt að taka trekt með mér frá essó. ekkert mál, hugsaði ég rétt áður en ég helti ca helmingnum á jörðina og hinum helmingnum oní tankinn. þetta er nóg hugsaði ég og ákvað að starta bílnum. bíllinn startaði hins vegar ekkert en ég hugsaði með mér þetta er í lagi, ég þarf bara að vera þolinmóður . ég var þolinmóður í alveg 10 mínútur en þá hætti hann að gefa frá sér hljóð, bíllinn. ég var sem sagt orðinn rafmagnslaus líka. fantastic hugsaði ég með mér, glaður í bragðið því einhverntíman lærði ég að maður á alltaf að hafa góða skapið með sér, sama hvað gerist. ég afréð það að biðja keyrandi vegfarendur um hjálp, fann meira að segja einn helvíti góðan bílagaur en viti menn, hann mátti ekki gefa mér straum. ekkert gekk að fá hjálp. ég ákvað þá að taka til þess ráðs að hringja í mömmu eftir hjálp því mömmur vita víst alltaf hvað skal gera. ég náði að segja mömmu að bíllinn sé bensín og rafmagnslaus rétt áður en síminn minn varð straumlaus með öllu, ekki einu sinni hægt að kveikja á honum. það var þá sem ég varð að viðurkenna að þetta var ekki alveg mitt kvöld og fúkyrði fuku á framrúðuna og frusu þar enda örugglega 5 stiga frost og ég barði nett í stýrið þannig að brakaði í hendinni en ég ákvað að gefast þó ekki upp. ég var að vísu orðinn of seinn að kaupa mér eitthvað með vídeóspólunni og skila brúsanum enda klukkan að verða 24:00. ég fann svo nokkra hressa gaura sem ákváðu að gefa mér straum og allt endaði þetta vel, myndin var ágæt en það var myndin identity með john cusak og fleirum. þessi litla dæmisaga kenndi mér það að alltaf getur vont versnað.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/25/2003
23.11.03
clay aiken
nei ég nenni ekki að tala um clay aiken meira en ég þarf, ætla bara að hneikslast á nýjasta laginu hans, invisible. þar syngur clay um það hvað hann myndi gera ef hann væri ósýnilegur. hér er dæmi: If i was invisible, i would just watch you in your room og annað: if i was invisible, i would make love to you, tonight. þetta syngur hann með væminni og angurværri röddu og ætlast til að konan bráðni fyrir vikið og komi skríðandi til hans. það sem clay er að viðurkenna fyrir sinni "heitt elskugu" er það að hann er skelfilegur pervert sem langar að horfa á hana í herbergi hennar án þess að hún taki eftir því, sjálfsagt rúnka sér í leiðinni, hvað veit maður? þetta er samt ekki búið, hann segist líka vilja ríða henni án þess að hún sjái hann, sem sagt, hann langar að nauðga henni án þess að hún viti nokkuð hvað er að gerast. þetta lag er örugglega í efsta sæti á væmnislistanum bandaríska því þar hlustar fólk ekki lengur á textana frekar en annarsstaðar svo sem. sorglegt...
anywayz, er nettur á kantinum og í klikkuðu stuði!! en þið?