6.12.03

stríðsglæpadómstóll íraks

með hjálp (og sennilega fyrir tilstuðlan) bandaríkjamanna á að koma upp stríðsglæpadómstóli í írak. þetta er gert svo hægt sé að sækja til saka saddam hussein og undirmenn hans fyrir glæpi gegn mannkyninu. þetta er svo sem í lagi, það á að refsa mönnum sem haga sér illa, þannig eru reglurnar. bandaríkin, þið vitið, land hinna hugrökku og frjálsu þekkja þessa reglu en viðurkenna hana hins vegar ekki. þeir taka ekki mark á glæpadómstólinum í haag. vitið þið afhverju? það er svo að ekki sé hægt að kæra hátt setta herforingja bandaríkjahers fyrir svo kallaða glæpi gegn mannkyninu. en þeir eru alltaf svo góðir við alla, hafa aldrei staðið í fjöldamorðum á saklausum borgurum kynni einhver að segja. hvað með vietnam viðbjóðinn þar sem heilu þorpin voru eyðilögð og fólkinu þar nauðgað og slátrað af morðóðum könum eða hiroshima og nagasaki hörmungarnar?? til eru mýmörg fleiri atriði sem hægt er að nefna en ég geri það ekki. nú vill sem sagt þessi blóði drifna ríkisstjórn hjálpa írökum að setja upp stríðsglæpastól, eitthvað sem þeir viðurkenna bara þegar það hjálpar þeirra hagsmunum. við lifum í ótrúlega sjúkum heimi þar sem maður er í minnihlutahópi ef maður er á móti tilgangslausum stríðum og talinn hallærislegur ef maður lætur skoðanir sínar í þá veru í ljós.
sorglegur andskoti!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 12/06/2003



4.12.03

helgin framundan

þar sem ég er alveg gjörsamleg steingeldur þessa stundina ákvað ég að velta fyrir mér næstkomandi helgi. hvað skal maður gera? andri þór er búinn að bjóða mér í partý á morgun og gæti ég trúað því að maður kíki þangað, systir hans, maría komin heim og svona hehe ;)
er meira að segja að pæla í að mæta á old boys körfuboltaæfingu á morgun, alltof langt síðan maður spriklaði í körfu. á laugardaginn veit ég ekkert hvað skal gera, reyndar er tilvalið að leigja spólu eða spila með nokkrum vinum og gellum en þeir eru bara af skornum skammti, vinirnir þessa dagana, hvað þá gellurnar. kannski maður fari á pöbbarölt með eika emils og stulla en ég veit ekki, peningarnir vaxa víst ekki á trjánum hér, bara í jörðu en ég á ekki þannig garð... anywayz...kannski gerir maður ekki dickshit (ef maður notar bankamannamál). á reyndar eftir að búa til nýja auglýsingu með kára jóseps í sambandi við ljóðabókina mína, svart á hvítu . hlakka agalega til að lesa ljóða á seyðisfirði þann 20 des á kvöldi unga fólksins en það er svo djamm á eftir, mjög spennandi trúi ég :)

annars er ekkert að frétta...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 12/04/2003



1.12.03

nú segi ég stopp!

merkilegur andskoti sem þessi dagur er orðinn! ég byrjaði á því að vakna hálf 10, grautþreyttur og pirraður, þvínæst skóf ég rúðurnar á bílnum, báðu megin!!!! geirvörturnar urðu svo harðar að þær hefðu getað brotið demant (ca 10 stiga frost...) ég hafði náttúrulega nýlega týnt rússahúfunni minni (finn hana vonandi og sennilega aftur) þannig að mér var extra kalt þennan morguninn. ég sótti svo helga bróður á leikskólann en hann vinnur annað slagið þar. ég lagði síðan af stað í skólann en þangað þurfti helgi næst. ég sá mér til mikillar ánægju að vinur helga, hjálmar var í bíl rétt á undan okkur allan tíman sem þýðir það að helgi hefði getað fengið far með honum ef hann hefði vitað af þessum ferðum hjalla. jæja, ég var orðinn nett pirraður (fm-hnakkamál = mjög svekktur) þegar ég svo fór í bankann til að koma í veg fyrir að 12þúsund kr. yrðu teknar af mér til að borga skuldir en nei, ég kom of seint, það var búið og gert og ég átti 900kr. þegar í bílinn kom aftur uppgötvaði ég skemmtilegan hlut, bíllinn var orðinn bensínlaus. ég fór í essó og keypti 5 lítra af bensíni fyrir 504kr. (þá átti ég 396kr eftir) og í þetta skiptið mundi ég eftir trektinni. ég helti öllu helvítis bensíninu í tankinn og hélt ég væri laus úr prísundinni. nei nei, bíllinn startaði ekki frekar en fyrri daginn (þá meina ég um daginn þegar svipað atvik átti sér stað). svona rétt til að leika sér að mér, sendi örlagakallinn (löng saga...) bergvin jóhann sveinsson í landsbankann en þar var hann staddur á besta bílnum á egilsstöðum (hraðhreinsibíllinn). bergvin gaf mér start en ekkert gerðist. bergvin skutlaði mér heim og sótti mig aftur um eitt leytið, bíllinn startaði ekki heldur þá. við ákváðum að bíða með þetta þangað til seinna í dag eða kvöld og fengum okkur pylsu og kók (þá á ég 66kr eftir). lífið sem sagt leikur við mig þessa dagana!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 12/01/2003


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com