24.1.04

hábölvaðir dagar 2

já, þetta ár er ekki búið að byrja vel, fólk deyr í umvörpum í kringum mann, vinir hverfa og ekkert virðist ganga upp. hér er dæmi um lélegan dag sem ég átti í gær:

ég fór í vinnuna (á póstinn) og flokkaði póstinn. kb banki þurfti endilega að búa til bækling sem var álíka stór og þykkur og eitt stykki moggi og átti að dreifa honum í hvert einasta hús á egilsst! ég sem sagt fór af stað með 4 troðfulla poka af ruslpósti (venjulega eru þeir 3 sæmilega fullir), ég geymdi tvo heima hjá einni konunni sem vinnur þarna og dróg hina tvo á eftir mér í kerru. útaf kerrunni gat ég ekki stytt mér leið og tafðist ég því töluvert. reyndar keyrði ég um fyrsta svæðið, þ.e. menntaskólinn, íþróttahúsið, miðgarður og útgarður, fékk bíl lánaðan á pósthúsinu. auðvitað tókst mér að festa helvítis bílinn á jafnsléttu! jæja, ég labbaði svo af stað útí "óvissuna" í frekar pirruðu skapi. skapið batnaði ekki þegar ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt mannbroddunum (afhverju ekki skóbroddar???) sem gerði það að verkum að ég flaug á hausinn sirka 5-6 sinnum, var samt ekki það heppinn að handleggsbrotna eða fótbrotna (þá hefði ég fengið frí frá hálkunni...). 1. pokinn hafði dottið og allt farið í rugl þannig að ég byrjaði á því að bera póst í vitlaus hús, varð að banka og leiðrétta það, frekar neyðarlegt. 2 manneskjur gerðu "nett" grín að mér, spurðu hvort ég væri nýja póstkellingin, voðalega fyndið. í seinna skiptið var það gaur sem ég þekki sem opnaði dyrnar eftir að ég hafði sett ruslpóst til hans og kallaði "hahaha ég varð bara að gera grín að þér þegar ég sá þig, vissi ekki að þú værir orðin póstkelling" ég þakkaði pent fyrir mig og um leið og helvítis hurðin lokaðist flaug ég svoleiðis á hausinn og skaddaði á mér hendina, lítillega. mér fannst ég voðalega snjall að hafa farið í 2 ullarsokkum út en nei, það var það blautt að þeir gegnblotnuðu báðir. þegar um klukkutími var eftir af vinnu fékk ég mannbroddana mína en kolla systir kom með þá, samt datt ég einu sinni í viðbót eftir að ég fékk þessa bölvuðu brodda. til að toppa kaldhæðnina og fjörið þennan dag þá var ég að labba í næst síðustu götunni þegar helvítis sandbíllinn kom og bar á svellið, hefði mátt koma svona degi fyrr, helvítis fíflið. ég kom svo í pósthúsið haldandi það að ég væri loksins kominn í helgarfrí. svo var ekki, ég þurfti að taka einhverjar 3 götur til viðbótar því einhver konan hafði forfallast. fékk reyndar hjálp frá sætu stelpunni á póstbílnum. gærkvöldinu eyddi ég fyrir framan sjónvarpið, agalegt fjör. pantaði að vísu pizzu og hélt ég kæmist upp með það. ég hafði fengið 30 þúsund útborgað frá atvinnumiðluninni í gær en samt stóð að ég hefði enga innistæðu til að borga pizzuna, fékk því lánað hjá mömmu sem ekki á mikinn pening.

mér til ómældrar ánægju ætlar þessi dagur að vera svipaður, eymundur í vallanesi ætlaði að borga mér 6þúsund kall í gegnum netið í gær en gleymdi því, ætlaði að gera það fyrir klukkan 2 í dag í staðin en hefur víst gleymt því blessaður og því get ég gleymt því að komast í ríkið til að kaupa mér bjór, svo ég fái einhverja ánægju úr helginni. á reyndar 4 stykki af bjór í ískápnum en það dugar nú skammt og sjálfsagt springur hann áður en ég get drukkið hann.
ef einhver segir góða helgi við mig í dag þá rota ég hann/hana.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/24/2004



20.1.04

tákn í fréttunum?

í gær sagðist vinkona mín hafa séð tákn í sjónvarpsfréttunum sem minntu á mig, veit ekki alveg hvað þessi tákn þýða samt. í fyrri fréttinni var sagt frá skipi sem hvolfdi undan strönd Björgvins í Noregi, í hinni var sagt frá hvalreka í trékyllisvík. eitthvað eru guðirnir að reyna að benda mér á... hmm kannski þarf ég að blogga meira eða eitthvað.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/20/2004



19.1.04

hvar er, hvar er, hvar er geirfinnur?


ég held ég sé búinn að leysa þá gömlu ráðgátu um afdrif geirfinns en hann hefur verið týndur í um 30 ár. nýlega var sagt frá því í fréttatíma útvarpsrásanna að sauðaþjófar hafi gert vart við sig að undanförnu sunnanlands. fundist hafa hausar og aðrir líkamspartar af rollum, meðal annars á hellisheiði og talið afar líklegt að um sauðaþjófa sé að ræða. mín kenning er sú að geirfinnur þessi og jafnvel guðmundur sem einnig hefur verið týndur í álíka langan tíma, sé búinn að vera á vappi á öræfum íslands allan þennan tíma, fílandi grasið þar sem það grær. líklegt er að aðalheimili hans sé einhver af þeim fjölda hellna sem leynast á hellisheiði.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/19/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com