31.1.04

lengi lifir í gömlum glæðum

þessi kappi er ekki dauður úr öllum æðum, blessaður. gaman að sjá!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/31/2004


"borg" hamingjunnar

jæja, er nú staddur í smáþorpinu (á heimsmælikvarða) reykjavík og líkar bara vel. er reyndar ekki hér í skemmtiferð, var í jarðarför í dag en samt gott að komast aðeins í burtu í leiðinni, hitta pabba og finn og kannski einhverja vini. fórum heil 7 stykki í keilu áðan, ég, helgi bróðir, finnur bróðir, óli rúnar, anna hans óla, markús og gaur sem heitir kalli og er húsdýr á tunguveginum. þetta var í annað skiptið sem ég fer í keilu en það fyrsta var með jóa kröyer 1998 en þá skoraði ég mest 104 stig af 3 leikjum. í kvöld gekk mér ekki eins vel. byrjaði nokkuð vel og var fyrstur eftir 3 umferðir ca. þá gengu ósköpin yfir, heppnin rann út og ég endaði í 5-6 sæti ásamt markúsi sem gerði ansi oft æði margar tilraunir með kúlunni en við skoruðum 61 stig, anna gjörtapaði með 60 stig, kalli kom á undan okkur markúsi með 94 stig, helgi rétt klúðraði síðustu umferðinni (var efstur allan tímann kappinn) og endaði í 3ja sæti með 97 stig, finnur var í öðru með 98 stig en óli rúnar átti glæsilegan endasprett og vann mótið með 109 stigum. þetta var andskoti fínt kvöld, enduðum á að horfa á geðveika grínmynd frá japan eða kína (er voðalega vitlaus að sjá muninn...) shaolin soccer, um kung fu menn sem spila fótbolta, minnir mjög á gömlu góðu kíklópana (flestir kannast við þá undir nafninu skot og mark) klassabull sem fær 3 stjörnur af 5.
kvöldið fékk svo 4 af 5 mögulegum.

góða nótt


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/31/2004



27.1.04

hollráð í hádeginu??

hafið þið ekki heyrt auglýsingu sem er nú mikið í spilun í hádeginu þessa dagana, þar sem fólki er gefið hollráð um hvað skuli borða í hádeginu? þetta væri nú í lagi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hollustumáltíðin samanstóð af fersku salati (eða samloku, eða salatsamloku...) og diet kók!! fyrir þau sem ekki vita þá er diet kók með óhollari drykkjum í drykkjarbransanum, jafnvel óhollari en venjulegt kók. t.d. er gervisykurinn aspartam sem meðal annars veldur minnisleysi (sé það drukkið í mjög miklu magni...) og fitukeppum sem setjast á skrítna og erfiða staði sem erfitt er að hrista af sér. vildi bara aðeins deila hneiklsun minni á þessari auglýsingu.
annars er bandý í kvöld og þá fá nokkrir hausar að fjúka hehe, nei, nei, stefni á 8 mörk :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/27/2004


mín fyrsta raðfullnæging...

ég skrapp í sund í gærkvöldi með andra nokkrum frá vopnafirði og hafði gaman af. ég hafði ekki farið í sund í þónokkra mánuði. þegar ég komst í langþráðan heita pottinn fékk ég mína fyrstu raðfullnægingu, nei ekki líkamlega, heldur andlega. það lá við að ég upplifði svona out of body exspiriance. stundum þarf bara einn hlut til að gera allt betra...
ps. nú koma fullt af einhverjum perrum og/eða unglingstelpum í leit að upplýsingum um raðfullnægingar á síðuna :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/27/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com