14.2.04

karaoki

mig grunar að ég hafi fengið mér eilítið of mikið að drekka í gær, held ég sé búinn að skrá mig í karaokí keppni á kaffi khb...
söng nokkur vel valin lög í gær í hópi vaskra sveina... held ég haldi mér frá kaffi khb í framtíðinni...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/14/2004



11.2.04

ný vika byrjuð...fyrir nokkru...reyndar er hún hálfnuð...

jæja, þá er komin aðfaranótt miðvikudagsins 11 febrúar og 9 dagar í afmæli mitt. ég var að koma af bandýæfingu en hún var sú besta í langan tíma, var sjálfur me 7 mörk en 8 er metið mitt.
síðasta föstudag var ég á næturvakt í menntaskólanum en um 3 leytið gerði aftaka veður, svo mikið að minnugustu menn muna vart meiri snjókomu og hvassviðri en margir sátu fastir alla nóttina víða á svæðinu, t.d. í hjaltalundi þar sem stóð yfir þorrablót og kárahnjúkagengið var einnig fast uppá fjalli svo fátt eitt sé nefnt. daginn eftir labbaði ég ásamt 2 vöskum menntskælingum í söluskálann en manni leið eins og í framtíðarmynd, margar metra háir skaflar umluktu egilsstaði og einstaka sinnum sá maður fólk á stangli eins og það hafi lifað af kjarnorkustyrjöld, mjög skemmtileg stemmning. á laugardagskvöldið fór ég í bollupartý til simma bónda og spjallaði við fínt fólk og fór svo á sportbarinn og hafði gaman af, fín helgi, ekkert ball samt.

annars er lítið að frétta, maður mallar áfram í lífinu.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/11/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com