|
|
|
|
|
20.2.04 gleymdi því í smá stund... ...að sá merkispiltur kurt cobain á afmæli í dag eins og ég, þ.e.a.s. hefði átt afmæli ef hann hefði ekki skotið sig sjálfur í hausinn (og þurrkað svo fingraförin af byssunni og kúlunni). hann hefði orðið 37. ég vona að druslan hún courtney love engist í eilífum sálarkvölum þennan dag. einnig eiga þau charles barkley og cindy crawford afmæli í dag :) ekki leiðum (né ljótum) að líkjast! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/20/2004
it´s my birthday (and i cry if i want to!) jæja, þá er maður loksins orðinn 24 ára... loksins segi ég og veit ekki alveg afhverju. dagurinn er ekki búinn að vera neitt frábær, flaug hryllilega á hausinn í vinnunni í dag, beint með vinstri rasskinnina á oddhvassan ís, magnað. ég er enn að mana mig upp í að kíkja á rasskinnina... seinni partinn mun ég fara út að borða á yfir borðið með nokkrum vinum og svo á söng og gamanleikinn gretti sem leikfélag menntaskólans setur upp með hjálp þrastar einhverssonar en hann er þekktastur fyrir að leika fituhlunkinn í sódóma reykjavík og fyrir að leika í hundleiðinlegu myndbandi við ennþá leiðinlegra lag með stuðmönnum. í nótt mun ég svo gæta menntaskólans (já ég veit, mér er treyst fyrir honum!!) þannig að þetta verður fínt kvöld. annað kveld mun ég svo "slá í gegn" á karókí keppni khb. já þið lásuð rétt. ég er að fara að syngja! tek lagið ohh pretty woman sem roy orbinson gerði frægt með traveling willbury´s. gaman að því endilega skrifið ekki komment hérna, betra að halda í vanann og sleppa því... Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/20/2004
17.2.04 nýr linkur var að kynnast helvíti fyndinni stelpu (já þær eru nokkrar til, stelpurnar sem eru fyndnar) frá reykjavík, hér er hrafnhildur "krummi" check her out! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/17/2004
ljúfa líf er með lagið ljúfa líf með vinum vors og blóma á heilanum. kannski ástæðan sé sú að ég var búinn að bera út póstinn ansi snemma í dag eða um 10 yfir 13. er bara að vafra á netinu og lifa lífinu í epískri ró.... shit veit þetta er vitlaust orðað, man ekki rétta orðið... Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/17/2004
15.2.04
no comment... Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/15/2004
helgin senn á enda jæja, þá er helgin að verða búin, kominn rólegur sunnudagur. helgin er búin að vera óvenju skemmtileg, hef farið út á lífið bæði kvöldin. í gær fór ég heim til simma rússabónda þar sem hópur ungmenna hafði safnast saman við drykk og spjall. eftir að kvenfólkið yfirgaf staðinn í leit að meira fjöri tóku umræðuefnin óvænta stefnu, farið var að tala um dauðann og ýmsir sem léttu á sér sem er ekkert nema gott, fínt spjall. eftirá fórum við allir á sportbarinn þar sem dj dazzi og dj kalli lú þeyttu skífur á meðan seyðandi fara fara dömur hristu skankana við fádæma góðar undirtektir ungmenna á staðnum. hámark glaumsins var þegar tvær stelpur stukku uppá svið og byrjuðu að dansa við tælandi takta plötusnúðarins er fara fara dömurnar hættu að dansa. þessar ungu dömur létu sér ekki nægja að kyssast og strjúka hvor annari heldur létu þær undan hópþrýstingnum og fóru úr að ofan. þótti fáum þetta uppátæki þeirra leiðinlegt en mér fannst þó frekar hallærislegt þegar ljósin voru kveikt og tónlistin þagnaði og þær stóðu ennþá uppá sviði, naktar að ofan, vitandi ekkert hvað þær ættu til bragðs að taka á meðan hópur æstra karlmanna stóðu eins og sauðir fyrir framan sviðið. það má segja að glansinn hafi horfið á þessu augnabliki, þ.e.a.s. ef einhver glansi var til staðar fyrir. í dag mun ég horfa á knattspyrnuleik liverpools og porthmouth (veit ekkert hvernig þetta er skrifað) á sportbarnum í góðra vina hópi. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/15/2004
|
||||
|
|
|
|
|