þá er karlinn mættur á miðdepil alheimsins, borgarfjörð eystri. hér býr pabbi og stýrir grunnskólanum. alltaf er gott að kíkja til pabba og fara á rúntinn, borða góðan mat og horfa á kvikmyndir, bryðjandi slikk (á ísl: sælgæti).
í gær var ég og fleiri úr leikfélagi fljótsdalshéraðs með ágætis fyrirlestur og fleira bull á café nielsen við ágætar viðtökur. góða helgi öll sömul og hafið það gott.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/27/2004
26.3.04
café nielsen kl. 20:30!!
allir að mæta á skemmtidagsskrá leikfélags fljótsdalshéraðs á café nielsen klukkan hálf níu í kveld. á borðstólnum verður t.d. einþáttungar og fyrirlestur frá 3 misgáfulegum fræðingum. endilega mæta :)
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/26/2004
23.3.04
ariel sharon og fl. fávitar
nýjasta þrekvirki ariels sharon og hans hyskis var að drepa Sheikh Ahmed Yassin, gamlan mann í hjólastól en það var andlegur leiðtogi hamas samtakana og stofnandi þeirra. hann hefur verið lamaður fyrir neðan háls síðan hann slasaðist sem krakki. maðurinn var mjög dáður af palistíniumönnum enda barðist hann fyrir frelsun palestíniu. hann var einnig vanur því að róa öfgafyllstu mennina niður í samtökum sínum. nú þykir ljóst að mun ofbeldisfyllri menn taki við af yassin. ariel sharon sem styrktur er af bandaríkjunum blessuðum skipulagði og fylgdist með morðinu en herþyrlur hans skutu 3 loftskeytum á hjólastólinn og drap 8 saklausa borgara í leiðinni. þessi aftaka á eftir að skapa enn meiri glundroða í austulöndunum þar sem nóg er af glundroða fyrir. hvað vakir fyrir þessum bavíana veit sjálfsagt enginn en víst er að hann vill ekki frið, fávitinn.
þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma morðið en bandaríkjamenn afsaka þetta sem sjálfsvörn ísraelmanna útaf þeirri hryðjuverkaógn sem stafaði af þessu lamaða gamalmenni. eitthvað segir mér að sú heimska ríkisstjórn sem ríkir hér á landi eigi eftir að taka í sama streng.
en á meðan við höfum coca cola er allt í góðu...
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/23/2004
22.3.04
píslaganga krists
á laugardaginn fór ég ásamt félaga mínum, sturlu til akureyrar. ástæða ferðarinnar var nýjasta mynd mel gibsons en hún ber heitið the passion of christ og fjallar um síðasta sólarhring í lífi hjartaknúsarans jesús krists. í stuttu máli var myndin viðbjóðsleg og hrottafengin en þó fær hún 4 stjörnur af 5. mjög góð mynd á ferð en það ógeðsleg að félagi minn gekk út í smá stund til að fá sér ferskt loft.
síðar um kveldið brá ég mér á kaffi akureyri og dansaði þar við konur á öllum aldri af flestum kynstofnum og skemmti mér konunglega. ferðin heim var svo sem þokkaleg píslaganga eða píslakeyrsla því uppá öræfum skall á bylur svo varla sást milli augna okkar. við komumst þó um síðir heim.