17.4.04

hörkufjör í vinnunni

alltaf gaman þegar fólk skemmtir sér í vinnunni eins og þetta fólk


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/17/2004


persónuleikapróf úr háskóla reykjavíkur


Sjáðu hvaða týpa þú ert


þetta passar sorglega vel við mig...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/17/2004


helgin

í gær fór ég heim til andra þórs og þambaði mjöð og horfði á frekan fyndna dvd spólu en hún heitir 70.mín vol.2 en ég var ekki einn, þvert á móti, þarna vorum um 10 manns saman komin til þess að bera þennan dvd disk augum. eftir þambið og glápið fór ég á sportbarinn, ætlaði reyndar líka á kaffi krapp en veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. á sportbarnum var ágætis stemmning svosem en hef séð það hvítara. það sem stóð uppúr kvöldinu var það að ég hitti fyrir 2 sætar stelpur sem ég hékk mikið með í gamla daga, þegar ég var ungur og sprækur menntskælingur og þær voru ungar og sætar busastelpur. ég bullaði í þeim og þetta vakti upp gamlar og góðar minningar og hlýjaði mér svolítið um visnar hjartarætur (svo maður tali svolítið skáldlega hehe).

í kveld mun ég svo heiðra menntaskólann með nærveru minni (hehe) en ég mun vakta skólann og passa að fólk smygli ekki áfengi inn... basicly þá horfi ég á sjónvarpið, borða snakk og opna annað slagið fyrir drukknum unglingum, mjög næs djobb :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/17/2004



15.4.04

ný uppgötvun

alla mína tíð hef ég haldið því fram að ég sé alveg gjörsamlega blessunarlega laus við að vera örfhentur (eða fatlaður eins ég vil kalla það) en þegar ég fékk mér að pissa á vinnustaðnum mínum komst ég að þeirri sjokkerandi niðurstöðu að ég pissa með vinstri hendi, þ.e.a.s. ég stýri með vinstri. alltaf lærir maður eitthvað nýtt.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/15/2004



14.4.04

mótmælum nasismanum!



Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/14/2004



13.4.04

snilldarhugmynd?

í vinnunni í dag (ég er póstmaður fyrir þau sem ekki vita) þá hugsaði ég ósköpin öll eitthvað eins og vanalega enda er ekki annað hægt í svona vinnu. í þessari hugsanasúpu sem ég mallaði er ég gekk með póstinn í hús fann ég eina hugmynd sem mér þótti þá algjör snilldarhugmynd. hugmyndin er ekki frumleg en hún er fersk (hvað sem það þýðir...) en þessi hugmynd er alltaf notuð nokkrum sinnum á ári í henni ameríku (nánar tiltekið í norður-ameríku eða hinni heimsku ameríku (þó geri ég mér fullkomlega grein fyrir því að ekki eru allir heimskir á því svæði, bara meirihlutinn)) en hefur aldrei svo ég viti verið framkvæmd hér á landi.
hugmyndin sem ég fékk í morgun og fannst svo frábær var að gera bíómynd.

ekki bara einhverja bíómynd heldur hrollvekju.
ekki bara einhverja hrollvekju heldur hrollvekju sem gerist í hallormsstaðarskógi.
ekki bara einhvejrum hallormsstaðarskógi heldur hallormsstaðarskógi hér fyrir austan.

söguþráðurinn er ekki frumlegur en myndin myndi fjalla um ca 10 ungmenni um verslunarmannahelgina sem ákveða að tjalda í hallormsstaðarskógi. fyrstu nóttina er fylgst með fylleríi ungmennanna og ástarmálum og svona aðalega verið að kynna persónurnar til leiks. næstu nótt fara svo hlutirnir að gerast þar sem lífið er murrkað smá saman úr einum og einum í einu (hey, flott orðað!), þá meina ég að fólk hverfur sporlaust og svona týpískur hryllingur. fólkið í myndinni yrði bara fólkið hér á svæðinu, það myndi leika sjálfan sig til að gera þetta raunverulegra, já ég veit, þetta minnir á blair witch project en þetta yrði ekkert yfirnáttúrulegt, bara einhver morðingi, annað hvort í hópnum eða utan þess.
snilldarhugmynd? veit ekki en hugmynd engu að síður.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/13/2004



12.4.04

hetja eða hálfviti?

breskur kappi lagði aleigu sína undir (þá tala ég um fötin líka) er hann veðjaði á rauðan lit í rúllettu í spilavíti í las vegas. helvítis fíflið vann. hér getið þið lesið nánar um þetta.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/12/2004


gærkvöldið

þegar allt kom til alls þá fékk ég lánaðan pening (eins og mér finnst það skemmtilegt) til að komast á ballið, fékk reyndar miða á 1500 kr. í stað 2200 kr. dansgólfið var fótum troðið enda eitthvað á 8 hundrað manns saman komin í litla valaskjálf. ég dansaði eins og belja sem kemur út á vorin og hafði gaman að. fyrir ballið var heljarinnar teiti heima hjá andra (tilvonandi mitt heimili líka) en ég kom frekar seint ásamt vinkonu minni sem býr á eskifirði en hún er pólsk og ber útlitið með sér en það er önnur saga. einsamall fór ég heim og er bara ánægður með það.
ballið fær 8 í einkunn af 10.
sigurvegari ballsins: hjalti þorkells

eftir smá stund fjölgar um 2 hér heima en mamma og helgi koma eftir rúmlega vikudvöl í borg ástarinnar, reykjavík.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/12/2004



11.4.04

papaballið illræmda

í kveld mun gleðisveitin paparnir spila fyrir dansi í valaskjálf og er búist við fjölmenni. er þetta 4 tilraun papanna til að halda ball en 3.sinnum á síðasta ári mistókst þeim að mæta á svæðið, meðal annars sökum andláts í fjölskyldu meðlima bandsins. nú eru þeir sem sagt komnir aftur og staðráðnir í að halda ball. því miður kemst ég ekki á þetta bölvaða ball sökum peningaleysis en ég á 5 bjóra í ískápnum sem ég hef hugsað mér að stúta í partýi heima hjá andra þór. ég hefði kosið að drekka miklu meira hefði ég haft bolmagn í það. góða skemmtun allir og hafið það sem allra best.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/11/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com