18.5.04

smá blogg

úff, loksins kemst maður á netið en því miður bara örstutt. vildi bara koma með það helsta sem gerst hefur í mínu viðburðaríku lífi en meðal annars þá hefur þetta gerst:

1.ég var kjörinn formaður leikfélags fljótsdalshéraðs
2.ég og finnur bróðir héldum júróvisjón-partý en í framhaldinu var haldið á einarsstaði, ég sló ekki í gegn, drakk oní veikindi (var með svima og er enn með) og ældi eins og múkki útum allt, tók víst gítarsóló (luftgitar) á einarsstöðum og var kominn heim um 12 að miðnætti.
3. fékk bíl á mig, þ.e.a.s. það var bakkað í hliðina á mér fyrir utan heimili mitt.
4. hef verið með tannpínu meira og minna síðustu 2 vikur.
5. fór til tannlæknis sem píndi mig og sagði mér hryllingssögur um kjaftinn á mér en ég hafði víst ekki kíkt til tannsa síðan 1998...


á fimmtudaginn mun ég ásamt fríðu föruneyti leiksins kíkja norður í svarfaðardal á ársþing bandalags ísl. leikfélaga, kem aftur á sunnudaginn, úttroðinn, útúrdrukkinn, vel útleikinn og fínn :)

góðar stundir!

ps. mun væntanlega bæta bloggleysið mun bráðar.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/18/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com