jæja, nú skín loksins sólin látlaust á landann og lætur ekkert stöðva sig.
um síðustu helgi var á í svarfaðardal, nánar tiltekið í húsabakkaskóla á ársþingi bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) og hafði ég þónokkuð gaman af þó ég hafi verið þarna í mitt fyrsta skiptið og dálítið útundan kannski. mér fannst reyndar svolítið leiðinlegt að missa af útskriftinni í me en c´est la vie. fyrri hluta helgarinnar var haldin einþáttungahátið (stutt leikrit) en þar bar hæst að mér finnst leikrit sem bar heitið hinn gullni bogi hugrekkisins og fjallaði um hetjudáðir innan mcdonalds. seinni hluti helgarinnar var þing og aftur þing þar sem kosin var ný stjórn bandalagsins og fl. sem við kemur starfseminni. á laugardagskvöldið var svo haldin hátíðarkvöldverður og var tinna gunnlaugsdóttir leikkona heiðursgestur. eftir kvöldverðinn var svo slegið upp ball en tvöföld áhrif léku fyrir dansi, þetta var ágætt.
nú er ég að slappa af áður en ég hef vinnu við hraðbúðina essó (nema ég fái vinnu annarsstaðar fyrir mánaðarmótin). hafið það gott lömbin mín...