5.6.04

í draumi sérhvers manns

er fall hans falið. þetta orti steinn steinarr eitt sinn. ég vona að hann hafi rangt fyrir sér því í gærnótt dreymdi mig að ég ynni 32 milljónir og 302 kr. þar sem ég er örlagatrúar og dálítill spíritisti þá ákvað ég láta reyna á hvort ég sé svona berdreyminn og festi kaup á lottómiða. svo merkilega vildi til að ég fékk pening fyrir lottómiða eftir að ég vann 1500kr. í spilakassa sem gaf mér aukna von um að eitthvað væri til í þessum draumi mínum. von mín styrktist svo enn fremur þegar ég heyrði í útvarpinu að 1.vinningurinn í lottóinu væri 22 milljónir sem er akkurat (eða því sem næst) 10 milljónum minni upphæð en mig dreymdi um. reyndar segja draumaráðningabækur að kúkur merki auðævi en hver tekur mark á þeim?
ef þið náið ekki í mig á morgun þá er ég annað hvort í feneyjum að eyða milljónunum mínum eða á klósettinu með drullu.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 6/05/2004



3.6.04

home alone

þá er maður orðinn aleinn heima, á báðum vígstöðvum, mamma og helgi eru sem fyrr segir í rvk að heimsækja stymma bróður og co og andri er farinn til englands á landsleikinn.
ekki veit ég alveg hvernig ég á að nýta mér einmanaleikann því ég er að vinna alla dagana sem ég verð einn heima... fæ frí næsta mánudag til fimmtudags held ég.

og nú að stjórnmálum.
mikið lýst mér vel á leiðtogann núna, að neita að skrifa undir lög sem beindust gegn einu fyrirtæki. nú verður líf og fjör í samfélaginu, allir að rífast og skammast og hörkufjör. mér fannst kominn tími til að forsetinn gerði eitthvað gagn, væri ekki bara puntdúkka íslands á erlendri grund,sýndi smá vald. er til meira lýðræði heldur en að leyfa þjóðinni að kjósa um lög sem þessi? fólki gefst nú tækifæri á að kynna sér þessi lög almennilega á netinu og svo sjálfsagt verður þeim dreift á heimili, svo fólk geti gert upp hug sinn fyrir alvöru.
nú eru 3 vikur í forsetakosningar, hafið þið tekið eftir einhverjum auglýsingum??? kanarnir byrja nánast ári áður en kosningarnar eru haldnar, alveg finnst mér þetta furðulegt...

annars er ég að vinna með stelpu sem er bróðurdóttir steingríms j! ég er að hugsa um að biðja hana um að fá eiginhandaráritun frá skallagrími...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 6/03/2004



30.5.04

ný vinna, nýtt líf...

jæja, þá er ég farinn að vinna í hraðbúð essó á egilsstöðum og líkar bara nokkuð vel, er að vinna með fínu fólki og stressið er ekki svo mikið... ennþá.

nú er tími sólarinnar og hlýjunnar en því miður fylgir sumrinu helvítis skordýrin og geitungarnir (og fl. flugur sem stinga) en ég er með hrottalega flugufælni sem lýsir sér t.d. þannig að ég stirðna allur upp og svitna þegar ég heyri suð eða sé eitt flykki nálægt mér. ég vona bara að ég lifi þetta sumar af... annars var finnur bróðir að berjast við geitungadrottingu í dag og hafði betur eftir talsverðan slag, gott hjá honum.

annars hef ég lítið að segja núna, er þreyttur, er fluttur inn til andra og já alveg rétt, mamma og helgi eru farin suður að hitta stymma bróður, lourdes mágkonu og christian frey, litla frænda.
bless.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/30/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com