jæja, er núna kominn í 4 daga frí, byrja að vinna aftur um helgina, er samt að spá í að fara á brimklóarball, hef nefnilega ekki komist á djamm í alllangan tíma. annars hef ég verið sæmilega upptekinn í fríinu mínu, hef þurft að sinna skyldustörfum formanns leikfélags og hefur það verið svolítið stressandi en ekkert sem ég ræð ekki við.
ekki vann ég í lottóinu en ég fékk ekki heldur niðurgang þannig að ég veit ekki alveg hvað þessi draumur minn átti að fyrirstilla. annars held ég og vona að þetta sumar gæti orðið skemmtilegt, eignast loksins smá pening um næstu mánaðarmót og ætla ég að fagna því með því að kíkja suður eða norður og kaupa mér eitthvað, hef ekki getað keypt mér skapaðan hlut í marga mánuði.
ég er líka að hugsa um að færa inn bráðum slatta af gömlum sögum af mér og mínum, tala ekki bara um hvað ég er að gera þessa og hina daga...
jæja, er hættur þessu tuði, þarf að halda áfram formannsvinnu og fara svo í sund!
góðar stundir