19.6.04

another saturdaynight and i aint got nobody

sá sem veit úr hvaða lagi þessi fyrirsögn mín kemur úr fær teketil í verðlaun frá ó johnsen og kober.

ég gleymdi að minnast á nauðgun lakers liðsins á móti pistons í úrslitum nba en þeir sem þekkja mig vita að ég er harður lakersmaður, ég var mjög óánægður með mína menn, sá eini sem hélt haus var shaquille o´neil en hann var með ca 30 stig að meðaltali og slatta af fráköstum, malone meiddist, payton er búinn að vera og bryant lék eins og fáviti. ég fór svona að spá í shaq aðeins, þetta með vítanýtingu hans en hann er með undir 40% vítanýtingu sem er mjög lélegt fyrir þá sem ekki vita. nú er þetta tröll að vexti og algjört harðjaxl. ég held að það sé álíka niðurlægjandi fyrir shaq að fara á vítalínuna og fyrir menn eins og david beckham eða brad pitt sem eru álitnir kvennagull og með fallegri mönnum heimsins að fara á almenningsklósett og opinbera fyrir öllum þar inni hvað þeir eru með lítil typpi.

annars á að vera smá svona teiti hér heima hjá okkur andra, lokað karókíteiti en andri festi kaup á singstar leiknum góða við mikin fagnað foreldra hans á efri hæðinni...
annars eru nokkuð góðar líkur á því að ég verði grænedrú (afhverju þarf maður alltaf að segja bláedrú??) því strákurinn sem skuldar mér kippu kemst sennilega ekki í ríkið vegna vinnu og ég er búinn með minn pening... life sucks! en ef maður hugsar um allar hörmungarnar í heiminum, hungursneyðina í afríku, stríðið í íraq, hryðjuverkin og fleira skemmtilegt þá er þetta vandamál mitt smávægilegt í samanburði en samt hundleiðinlegt.

góða helgi börnin góð.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 6/19/2004



14.6.04

þreyttur

jæja, ég vil byrja á að þakka fyrir frábær viðbrögð í commentakerfinu við síðustu nokkrar færslur, þetta hvetur mann virkilega áfram í blogginu...

af mér er lítið að frétta, er alveg dauðþreyttur eftir vinnuna, þetta er engin erfiðisvinna, ég er bara aumingi með hor hehe. ég fór á ball á laugardaginn með brimkló ásamt jóni nokkrum bónda/trökker og skemmti ég mér bara þónokkuð vel, hef ekki komist á ball í alltof langan tíma, ég dansaði og djúsaði og hafði bara gaman af.

mig dauðlangar út í haust en veit ekki hvert, þarf að vera eitthvað ódýrt, kannski á norðurlöndin eða prag... er einhver með uppástungu?
well... austurlandssýningin var fín, ekkert frábær en fín...

hef ekki meira að segja svo sem nema kannski bara áfram danmörk! (í em...) :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 6/14/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com