23.6.04

forsetakosningarnar

jæja, nú fara forsetakosningarnar að skella á land og þjóð eins og þruma úr heiðskýru lofti.
þetta segi ég því ekki hef ég orðið var við auglýsingar frá þessum 3 forsetaefnum. reyndar hefur baldur bessastaðasníkir sent út eina og eina auglýsingu núna í vikunni og ekki kalla ég það góðan árangur. ástþór hefur notað sérstaka aðferð til að auglýsa sig, hann hefur kvartað og kveinað útaf fjölmiðlum en það hefur bara ekki haft góð áhrif fyrir greyið, þó hann hafi kannski eitthvað fyrir sér í þessum málum. mér finnst að hann hefði frekar átt að auglýsa eins og árið 1996, sýna stríðsmyndir og svoleiðis en mig grunar að hann eigi akkurat ekki krónu fyrir boruna á sér greyið. ólafur þarf ekki að auglýsa, það vita allir hver hann er.
mig grunar eins og kannski flestum að það verði sett íslandsmet í þessum kosningum, þ.e.a.s. það eiga svo margir eftir að skila auðu en það er nú í lagi á meðan ólafur vinnur.
úff, ég nenni ekki að tauta meira, hef ekkert að segja,
ble ble


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 6/23/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com