|
|
|
|
|
13.7.04 crazy in love ég er brjálæðislega ástfanginn þessa stundina. stelpan sem ég er svona ástfanginn af er frönsk og heitir alizée. hún er ekki bara ein sú sætasta heldur kann hún líka að syngja. hér er mynd af tilvonandi (vonandi) kærustu minni.nú er bara að safna fyrir miða til frakklands og finna leið til að ná henni. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 7/13/2004
12.7.04 ein saga jæja, þar sem maður kann slatta af sögum er kannski sniðug hugmynd af rita niður svo sem eina og eina hér á blogginu. þessi saga gerðist þegar ég, tobbi (sonur þuríðar backman) og kári gunnarss frá sveitabænum egilsstöðum vorum á interrail ferðalagi árið 2000. við höfðum áður en saga þessi byrjar verið í köben og leipzig í þýskalandi en við vildum komast í eitthvað framandi land þannig að við fórum til prag í tékklandi (sem er við hliðiná leipzig. prag er ein fallegasta borg sem ég hef komið í og alveg bráðskemmtileg í þokkabót (og auðvitað ódýr) anyway, þá hafði tobbi eitt kvöldið ákveðið að skreppa í óperu en það var verið að sýna óperu eftir mozart en mozart frumsýndi flestar óperur sínar einmitt í prag en það er önnur og leiðinlegri saga. við kári vorum því einir á vappi í miðbænum en þar var allt morandi af fólki sem var að dreifa allskyns auglýsingum um skemmtistaði, strippstaði, veitingarhús og hvað eina. við tókum við einni auglýsingu um strippstað enda ungir karlmenn (á þessum tíma...) og ákváðum að láta vaða, kíkja á "framandi" strippstað. við fylgdum kortinu sem var á auglýsingunni en við urðum að fara nokkrar krókaleiðir en fundum staðinn loksins, niðrí einhverjum kjallaranum. við innganginn var leitað á okkur af vopnum en ekkert fannst enda saklausir sveitastrákar á ferð. þegar inn var komið blasti við okkur slatti af klæðalitlum dömum, flottur bar, nokkrir ríkir bretar í hawaii-skyrtum og svo nokkrir saklausir ferðalangar eins og við kári. jæja, við fengum okkur sitthvorn bjórinn sem kostaði heilar 40 krónur og sötruðum á honum og biðum átekta eftir strippi. ein daman byrjaði svo að dansa en hún var voðalega treg til að fara úr fötunum en við kvörtuðum svo sem ekki, alltaf gaman að drekka bjór í fallegum félagsskap. þegar við höfðum setið þarna drykklanga stund (föttuðuð þið þennan?) settist hjá okkur fáklædd dama, ca 23-24ára. hún kom sér beint að efninu og spurði hvort við vildum fá okkur eins og eitt stykki dömu. ég spurði með mínum flotta hreim: ahh, a girl for a private show!? og hélt að einkashow væri á næsta leiti. daman brosti og sagði nei, viljið þið dömu uppí herbergi hér fyrir ofan? kári talar ekki mikla ensku þannig að ég hélt áfram: ahh, a private show upstairs? daman var alveg búin að missa þolinmóðina og skvetti framaní mig þeirri bláköldu staðreynd að hún væri að bjóða okkur kynlíf með einhverri af þessum fallegu dömum sem voru staddar þarna á naríunum. kári skildi nú alveg hvað hún var að tala um, sex er orðið international orð þannig séð. við tveir litum á hvorn annan og sögðum einum rómi: shit, við erum á hóruhúsi!! við vissum ekki hvort við ættum að skellihlægja eða hlaupa grátandi út en náðum að halda ró okkar og afþakka pent. við drukkum aðeins meira en þá settist hjá okkur eldri dama og reyndari og fór að spjalla við okkur, hvaðan við værum og vá hvað ísland væri fallegt og mikið af fiski og bla bla bla. við héldum þá að nú væri komin dama sem vildi ekkert annað en létt spjall við saklausa sveitastráka. eftir að hafa smjaðrað fyrir okkur í nokkrar mínútur spurði hún: so... do you want a girl? við það stóðum við upp og sögðum, no thank you, we don´t have enough money... og löbbuðum út eins og hálfvitar. hvað kennir þessi saga manni?? alltaf að taka með sér nægan pening þegar maður fer á strippstað. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 7/12/2004
11.7.04 úff úff, núna er ég að upplifa eitt leiðinlegasta sunnudagskvöld sem sögur fara af, langar á fótboltaleik sem þristurinn er að spila en er ekki í hópnum, langar í kvenkyns félagsskap (nei ekkert kynferðislegt) en ég þekki enga lengur... fer að vinna á morgun. og þar með er ég búinn að klára leiðinlegustu bloggfærslu sem mannkynið hefur litið augum. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 7/11/2004
|
||||
|
|
|
|
|