22.7.04

önnur saga

jæja, þá er komið að sögu númer 2 úr evrópureisu minni, kára gunnars og tobba tenórs sem við fórum í árið 2000.

þessi gerist líka í prag eins og sú síðasta.
á fyrsta degi okkar í prag létum við gaur plata okkur til að leigja til tveggja nátta íbúð í miðbænum, einhver hafði varað okkur við að taka slíku tilboði en við höfðum gleymt þeirri góðu viðvörun og þáðum strax boðið. íbúðin var fín en verðið var allt of hátt miðað við þessa borg sem er þekkt fyrir að vera ódýr. við vorum því frekar fúlir þegar við höfðum verið þarna í tvo daga og ákváðum að fara á farfuglaheimili sem kostaði skít og kanil en var alveg hreint meiriháttar, fullt af hressu fólki þar, ótrúlega svalur svertingi sem sá um staðinn og hafði bar opinn á hverju kvöldi þar sem bjórinn kostaði 30 krónur!! eini gallinn var sá að miðbærinn var ekki nálægt en við vorum orðnir vanir röltinu þannig að við létum það ekki á okkur fá. á þessu ferðalagi okkar sem þá hafði staðið í um 1 viku höfðum við ekki lent í neinu ævintýri beint og ákváðum að fara að gera eitthvað í því...
á farfuglaheimilinu kynntumst við sænskum strák, eric frá lulu, 18 ára, algjör snil lingur. við fórum með eric í miðbæinn og fengum okkur súpu á einhverjum veitingastaðnum rétt hjá sögufrægri klukku en við fengum okkur líka nokkra bjóra þar. þegar við fengum reikninginn blöskraði okkur verðið á þessum súpum en ætli þær hafi ekki kostað ca 200 krónur sem okkur þótti of mikið enda orðnir vanir ódýrari mat... sem sagt við borguðum fúlir í bragði og ákváðum að skella okkur á bar sem var hvergi nærri frægum byggingum eða klukkum, einhvern ódýrari stað sem við fundum stuttu seinna.
þegar við höfðum drukkið ca 4-5 bjóra á mann sem kostuðu 40 kr. stykkið sagði tobbi við okkur; strákar, við erum búnir að borga alltof mikinn pening þessa daga, fyrst fyrir íbúðina og svo súpurnar og bjórana á hinum staðnum, eigum við ekki bara að hlaupa?
eftir á sagði tobbi okkur að hann hefði alls ekki búist við því að við segðum já... en við sögðum það allir, kári (sem er léttruglaður), ég (ekki beint vanur svona rugli) og eric (sem greinilega var vanur svona).
við fylgdumst grannt með þjónunum og barafgreiðsludömunni og þegar þau snéru öll baki að okkur löbbuðum við hægt að útidyrunum og spruttum svo af stað eins og við ættum lífið að leysa (enda var um 200 kr að ræða!!!).
við hlupum að enda götunnar og upp en þar tók við kaffisvört nóttin, engin hús fyrir ofan en smá skógur upp í hlíðinni. við vörpuðum öndinni og fórum að hlægja enda ótrúlega vitlaust hjá okkur. hláturinn breyttist fljótt í óttaslegið andvarp þegar tobbi kallaði: hlaupið!!!
við litum við og sáum tvo fíleflda þjóna með rauðar slaufur um hálsinn koma askvaðandi á eftir okkur. við brunuðum af stað útí niðamyrkrið en einhverra hluta vegna var ég orðinn fyrstur en hrasaði næstum því á grjóthaugi en rétt náði að halda velli, annað en tobbi greyið sem flaug á hausinn. skræfan ég þorði ekki að snúa við en vissi að ég gat treyst á kára hinn sterka til að reisa félaga okkar við sem hann og gerði. nú fannst tobba við vera orðnir of margir á sama stað og öskraði splitta!!! en þetta skildum við allir, líka svíinn eric sem tók á rás upp hlíðina og inn í skóginn. ég hljóp til hægri og kári til vinstri en tobbi hljóp beint áfram í átt að húsum sem sáust glitta í. við kári hljótum að hafa fengið sömu hugmyndina, að fylgja tenórnum því alltí einu vorum við orðnir þrír á hlaupum í átt að húsunum. þegar að húsunum var komið áttuðum við okkur á því að þetta var botnlangi en þar sem tobbi getur verið frekar fljótur að hugsa þá sá hann háa girðingu og ruslatunnu við og stökk uppá tunnuna og yfir girðinguna. það sama gerði kári en undir venjulegum kringumstæðum hefði ég hniprað mig saman og farið að grenja en adrenalínið var á overdrive þannig að ég flaug yfir girðinguna og inní kjarr með strákunum.
þá áttuðum við okkur á því að þetta var einkagarður en í prag er fullt af grimmum varðhundum í flestum görðum en sem betur fer ekki í öllum. við biðum í ca 15 mínútur en það var nægur tími fyrir hjartað á mér að komast í eðlilegt horf. við kíktum á einn stærsta dansstað í mið-evrópu þetta kvöld en sáum eric ekki fyrr en daginn eftir. eric hafði brunað eins langt og hann komst frá miðbænum og áttaði sig ekki fyrr en hann var að koma að enda borgarinnar, skuggalegir menn farnir að gefa honum illt auga og druslulega klæddar konur farnar að blikka hann. hann snarstoppaði og skokkaði til baka og var ekki kominn í miðbæinn fyrr en um 6 leytið um morgunin.
hvað kennir þessi saga okkur?
að sætta sig við að borga 200 krónur fyrir 5 bjóra og halda kjafti.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 7/22/200420.7.04

áður óbirt stórfrétt!

um helgina var fm djamm á akureyri en meðal annars voru það gelgjurnar í nylon sem komu fram til að "skemmta" akureyringum sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema hvað að ein af fjórmenningunum fögru hneig niður og var flutt á sjúkrahús með hasti. samkvæmt áreiðanlegum heimildum fékk hún hjartaáfall en hún hefur víst meðfæddan hjartagalla. líðan hennar er orðin góð en einhverra hluta vegna hefur þessi frétt ekki komist í blöðin svo ég viti.
ekki veit ég fyrir víst hvaða stúlka þetta var en hún er dökkhærð, gæti verið steinunn camilla en hún er aðeins 19 ára.

hvernig lýst ykkur annars á litinn?


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 7/20/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com