í hraðbúð essó koma reglulega vörur frá hinum og þessum fyrirtækjum með flutningsbílum fyrirtækjanna eins og t.d. frá bakaríi fellabæjar, kjörís og aðalflutningum. í dag tók ég eftir ansi sérstökum merkingum á bíl frá aðalflutningum. þetta var svo kallað auglýsingaslogan eða texti sem hljóðaði svo; betri þjónusta - betri veröld - betri flutningar, aftan á stóð svo 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10. ef einhver getur bent mér á hvers vegna í ósköpunum tölustafirnir eru aftan á bílnum og hvers vegna auglýsingasérfræðingar aðalflutninga völdu orðin betri veröld í texta sinn vinnur sér inn kertastjaka frá sólheimum að eigin vali.