5.8.04

gleðilegan ágúst

ég hef alveg steingleymt að blogga um síðustu helgi en hún var svoritandi (í skeytaformi);

dagur 1 - föstudagur

vann til 4, skrapp með andra á neskaupsstað, drakk 9 bjóra, varð ekkert fullur, lítið af fólki í bænum enda bara föstudagur, fullt af grunnskólakrökkum hinsvegar ráfuðu um strætin.

dagur 2 - laugardagur

vaknaði snemma, fór með finnsa bróður til akureyrar í verslunarferð. komum um 2 leytið, finnur keypti sér nokkra boli og fleira, ég keypti mér eitt stykki buxur, bol og skó, loksins.
finnur fór heim um kvöldið en ég fékk mér að drekka með félaga mínum, ómari. um nóttina fór ég á kaffi akureyri og skemmti mér illa, fannst of mikið af fólki þarna og fór að rölta um, hitti slatta af fólki sem ég kannaðist við, það var ágætt.

dagur 3 - sunnudagur

fór með soffíu, karólínu og elmari loga aftur heim, skemmtileg ferð.
um kveldið fór ég svo á neskaupsstað ásamt soffíu, karólínu og einari hróbjarti. einar kom mér skemmtilega á óvart með sínum furðulega en bráðskemmtilega húmor, hló alla leiðina á neskaupsstað. fórum á stuðmannaball, drukkum mikið og dönsuðum enn meira, mjög gott ball. fórum heim, þreytt.

þannig fór um sjóferð þá... blogga meira fljótlega


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/05/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com