13.8.04

austurglugginn

jæja, loksins kemst bloggið mitt á síður austurgluggans en finnur bróðir er fastagestur þar enda með eindæmum skemmtilegur bloggari. ég hefði nú samt verið ánægðari ef einhver allt önnur færsla hefði birst í austurglugganum og það á einnig við um finn því nú getur hann aldrei farið í klippingu aftur á egilsstöðum og ég verð sennilega rekinn fyrir að gera grín að viðskiptavininum, takk fyrir það.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/13/20049.8.04

vitlaust fólk

í hraðbúð essó kom kona nokkur um daginn og verslaði sér eitthvað í svanginn. það var auðséð að konan var ferðalangur, sennilega frá reykjavík. þegar hún kom á kassann til mín ákvað hún að kaupa sér blað að lesa, tók moggann og dv en sagði svo; nei ég sleppi dv, það er svo mikið slúðurblað snéri sé svo að blaðastandi sem er við hinn kassann og tók séð og heyrt og lagði á færibandið hjá mér. mig langaði til að öskra framaní smettið á henni að þetta væri enn meira slúðurblað en ég ákvað að halda "coolinu" og spurði hana hvort hún vildi afritið.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/09/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com