27.8.04

köngulóaorgía

í gærkvöldi var ég að ganga heim úr vinnunni í hinu mesta sakleysi í rökkrinu er ég rambaði á orgíu. þetta var ekki hefðbundin orgía þar sem karlar og konur liggja um hvort annað þvert og endilangt (sem hefði verið skemmtilegra...) heldur voru þetta ca 4 ljótar köngulær sem lágu oná hvorri annari í alls konar stellingum og æfingum. ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að slá tvær flugur í einu höggi, tja eða stíga á 4 köngulær í einu skrefi og koma í veg fyrir fjölgun í köngulóastofninum en ákvað síðan að leyfa kvikindunum að lifa aðeins lengur, ekki myndi ég vilja verða fyrir risa skóm þegar ég stunda orgíur.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/27/2004



25.8.04

jæja...

loksins drullast maður til að blogga... vona að einhver lesi þetta ennþá.
reykjavíkurferðin var að mörgu leyti góð en einnig að mörgu leyti slæm. það góða við ferðina var t.d. það að ég
hitti ömmu mína sem var í sólbaði fyrir utan elliheimilið hennar,
ég fór í mitt fyrsta brúðkaup en esther frænka var að heitbindast tómasi sínum sem mér lýst stórvel á,
ég kíkti inní dogma og fékk það staðfest að bækurnar mínar seljast ekkert, þá þarf ég ekki að spá í það meir, ég hitti kollu systur og árna má,
ég sá fahreinheit 9/11.

það slæma við rvk ferðina var það t.d. að
ég eyddi pening sem er aldrei gott fyrir fátækling,
ég missti af menningarnótt reykjavíkur útaf brúðkaupinu og langri bið eftir taxa,
ég eyddi áfengi til einskis,
fór inná leiðinlega artýfartý "listasýningu",
ég keppti ekki í skáldaatinu,
ég náði bara að hitta 1 af þeim 5 sem ég ætlaði að hitta,
eyddi aleigunni í að komast keyrandi til baka, bíllinn drakk bensínið eins og vatn.

í heildina var þetta sem sagt bara lala ferð, ekkert hræðileg en ekkert stórkostleg heldur
2 stjörnur af 5.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/25/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com