31.8.04

top 10 listi...

jæja, þá er komið að því að telja upp 10 uppáhalds/eftirminnilegustu bíómyndirnar mínar... svona ca.

10. Christmas Vacation - langbesta jólamyndin! fjölskylda mín reynir eftir bestu getu að horfa á þessa mynd um hver einustu jól, tekst ekki alltaf en við reynum þó. Chevy Chase upp á sitt besta, blessuð sé minning hans (ekki dauður, bara útbrunninn), góður húmor, gleði, jól og vandræðanlegar uppákomur, fullkomin jólamynd!
9. Amelie - stórskrítin og stórskemmtileg frönsk mynd, hin fullkomna "fell good film" sæt og fín leikkona sem skemmir ekki.
8. The shining - Jack Nicholson í sínu besta formi, ótrúlega óhugnaleg og truflandi hrollvekja, byggð á bók kóngsins, Stephen King.
7. The Clockwork Orange - ég sá þessa mynd þegar vídeoklúbbur ME sýndi hana eitt kvöld í kringum árið 1999, ótrúlega skrítin og sýrð mynd en stórgóð enda eftir skrítna leikstjórann stanley kubric. Malcom McDowell sýndi ótrúlega takta sem erfitt er að leika eftir, hef ekki oft séð jafn geðveikislegan karakter nema þá helst þegar Jack Nickolson lék í shining.
6. Indiana Jones 2 - ég varð alveg dollfallinn af þessari hetju á Eydísar tímabilinu (´80), hann gat ekki flogið, ekki klifrað upp veggi en hann var klikkaður með svipuna, fyndinn og passaði vel uppá hattinn sinn, fæ aldrei leið á þessum kappa og bíð spenntur eftir þeirri næstu.
5. Memento - Magnaður söguþráður í þessari mynd, góður leikur hjá Guy Pierce sem áður lék í nágrönnum, ein frumlegasta hugmynd sem ég hef séð og gott plott.
4. Dumb and dumber - besta gamanmynd sem ég hef séð, hvert einasta atriði er fyndið! Jim Carrey fer á kostum ásamt Jeff Daniels, ein af fáum myndum sem ég hló uppá af í bíóinu.
3. Se7en - seven er hinn fullkomni spennutryllir, dökk, blóðug, sætar löggur og hið fullkomna plott, getur maður beðið um meira?
2. Forrest Gump - Frábær söguþráður og snilldar leikur hjá Tom Hanks og Gary Sinise of fl. Þetta er eina myndin sem ég veit akkurat hvenær ég sá en það var 19 desember, 1996 klukkan 8 í háskólabíói, ein besta kvöldstund sem ég hef átt.
1. LOTR Myndirnar - þetta er ein löng saga og því ekki hægt að gera upp á milli kafla... myndin er hin fullkomna strákamynd, þar eru ævintýri á hverju strái, tröll, álfar, dvergar og hvað eina, flott bardagaatriði og fallegt kvenfólk og þetta er eina myndin þar sem mér var sama þó ekki sæist í brjóst! Myndirnar eru einnig stútfullar af tæknibrellum án þess að það komi niðrá söguþræðinum (andstætt matrix).

aðrar myndir sem komu til greina: t.d. trains, planes and automobile, matrix 1, indiana jones 1 og 3, star wars myndirnar, debbie does dallas, batman 1 og 2, spiderman 2, the holy grail og fleiri myndir sem ég get ómögulega munað eftir.

um að gera að koma með ykkar skoðun á þessum lista og litavalinu...





Bj�rgvin skráði þetta klukkan 8/31/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com