23.10.04

um dularfullan dauða súpermans

heimurinn er smá saman að fara til andskotans, fyrir utan stríðsbrölt kapitalismans og ört fjölgandi glæpi þá detta ofurhetjur heimsins út ein af öðrum, batman missti tökin nýlega þar sem hann var handtekinn við að mótmæla fyrir hönd einstæðra feðra með því að hanga utan í buckingham höll og var nafn hans og andlit gert opinbert, spiderman hefur einnig verið viðriðinn slíkum mótmælum og setið yfirheyrslur vegna þeirra. um daginn dó síðan aðal hetjan, súperman og lítur út fyrir að fáir sem engir geti bjargað heiminum frá glötun. sagt er að súperman hafi dáið af völdum hjartaáfalls en síðast þegar ég vissi þá gat súperman ekkert dáið úr hjartaáfalli, mig grunar að eitthvert illmennið hafi sett kryptonít í lyfin hans og drepið hann þannig. ætli það verði nokkuð rannsakað frekar en margt í þessum heimi. vona að hulk sé hættur að drekka því heimurinn þarfnast ofurhetju!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/23/2004



18.10.04

bölvaður snjórinn mættur!

þá er veturinn genginn í garð svo um munar, ég er fastur heima hjá mér og pabbi fastur í rvk því það verður sennilega ekki flogið í dag... ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að borða í dag því ég á ekki eftir að komast til mömmu hehe ég finn út úr því...

nóg um snjóinn, nú eru búnar tvær sýningar á bugsy malone hjá leikfélagi fljótsdalshéraðs og eru áhorfendurnir komnir yfir annað hundraðið sem er auðvitað magnað, næsta sýning verður á miðvikudaginn kemur klukkan 20:00. eftir að hafa verið baksviðs á báðum sýningum hefur áhugi minn á að eignast börn snarminnkað því það er alveg ómögulegt að viðhalda einhverjum aga á mörgum þarna en þau eru samt algjörar hetjur á sviðinu greyin... hér kemur smá dæmi um agaleysið og vitleysuna:

þegar að hléinu kom í gær þá hafðu snjóað talsvert og auðvitað fóru einhverjir vitleysingar úr leikritinu í snjókast eins og ekkert væri sjálfsagðara og þegar við þór fórum að skamma þá rétt fyrir seinni hlutann þá sögðu þeir frekar fúlir: það var ekkert búið að segja okkur að það mætti ekki fara í snjókast!! það sem sagt þarf að gera lista yfir allt sem ekki má gera t.d. ekki fara í snjókast á milli atriða, ekki drepa, ekki éta búningana og framvegis...

endilega allir sem vettlingi geta valdið að kíkja á sýningu, it´s fantastic! :)


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/18/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com