29.10.04

um síðustu helgi...

fór ég á ball en tilefnið var 25.ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum. Var fátt um manninn en þónokkuð góðmennt samt sem áður en hljómsveitin karma lék fyrir dansi. ég mætti á ballið klukkan 1 en var farinn heim um 3, enda var ég sá eini úr mínum árgangi þarna, aðrir voru töluvert yngri og töluvert eldri en ég. ballið var sem sagt ekki til frásögu færandi nema hvað að á ballinu var fyrrverandi ráðherra og núverandi gella. nafn hennar er siv og er hún dóttir friðleifs. ég sat á spjalli við fyrrverandi íslenskukennara minn, guðríði að nafni er siv vatt sér að guðríði og heilsaði henni og upp úr því byrjuðu þær að spjalla eitthvað, þær höfðu kynnst fyrr á ballinu, guðríður vildi endilega segja henni að ég skrifaði í austur-gluggan en þá sagði siv mér að hún væri löngu hætt með það blað því það væri svo langt til vinstri og bla bla, en ég ákvað að hrósa henni fyrir klæðaburðinn en hún var í kynþokkafullri, rauðri múnderingu og hún þakkaði fyrir það og sagði; þetta er selur og bjóst við að ég myndi falla aftur fyrir mig af aðdáun en ég þóttist æla og hún þóttist hella "vatninu" sínu niðrá mig en sleppti því. ekki skemmtilegasta saga í heimi en ég varð að koma þessu út úr mér, sé rosalega eftir því að hafa ekki reynt við hana, það hefði verið drepfyndið að segja frá :) geri það næst!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/29/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com