21.11.04

helgin sem var

á föstudaginn flaug ég ásamt föður mínum til stórborgarinnar reykjavíkur sem tók kuldalega á móti okkur með sína snjóskafla og hálku. ástæða ferðar minnar var sú að við pabbi vorum bókaðir á miðbarinn á laugarveginum til að lesa ljóð fyrir fullan almúgann. pabbi var reyndar aðallega þarna til að tefla á íslandsmeistaramótinu í sveitaskák, sem sagt þar sem menn tefla í 6 manna sveitum um að komast upp um deild eða bjargar sér frá falli, síðast þegar ég vissi var pabbi ekki búinn að tapa skák, gera 3 jafntefli og vinna einn að mig minnir.
á föstudagskvöldið fór ég í bíó með finni bróður á myndina the forgotten en ég mun sjálf sagt koma með smá bíógagnrýni fyrr en seinna. kvöldið var hið fínasta og við hlógum og skemmtum okkur fínt. laugardagurinn fór í búðarráp með kollu systur og árna má og keypti ég mér tvo fína boli, annar reyndist of lítill en hinn smellpassaði. eftir langan laugardag í smáralimnum fórum við kolla heima til hennar í kópavoginn og opnuðum bjór og spjölluðum og síðan beina leið á laugarveginn þar sem við pabbi tróðum upp fyrir fullu húsi, þá meina ég áfengisfullu en þetta var fínt alveg, gaman að lesa með pabba.

í dag mun ég bara hanga fyrir framan tölvuna meða andra og spila FM, football manager og hafa gaman af.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/21/2004


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com