nýlega var morðingi önnu lindh hinnar sænsku dæmdur í lífstíðarfangelsi. hann sagði að jesús sjálfur hefði beðið hann um að drepa önnu lindh, einhverra hluta vegna. hann sem sagt fékk lífstíðarfangelsi en jesús sleppur alveg, engin yfirheyrsla eða neitt, náunginn er bara álítinn geðsjúkur. til eru heilu söfnuðurnir, jafnvel samfélögin sem trúa því að jésús gangi meðal manna og hjálpi þeim sem eru í neyð en einhvernvegin virðist enginn trúa neinu slæmu uppá þennan kappa. þetta kalla ég ósanngirni.
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 12/09/2004
8.12.04
netleysi jæja já, ég hef ekki haft tíma né net til þess að blogga undanfarið en á því verður brátt breyting og mun ég þá reyna að blogga ca 2 á dag, minnsta kosti oftast... eru ekki allir í góðu skapi annars? á morgun mun ég vinna minn síðasta dag í bónus... hef sagt upp og sé ekki eftir því.