í kvöld klukkan hálf 10 munu ullarmeðlimir skemmta eða í það minnsta reyna að skemmta gestum café khb með ljóðalestri og tónlist af bestu gerð... endilega kíkið, tapið engu á því :)
Bj�rgvin skráði þetta klukkan 12/17/2004
15.12.04
svona eru jólin...
senn líður að jólum og ég ekki kominn í neitt sérstakt jólaskap, á eftir að kaupa allar gjafirnar fyrir utan gjöfina sem frændi minn litli og sonur styrmis bróður, christian freyr fær. á föstudaginn næsta mun ég ásamt fríðu föruneyti ullarinnar (listagrúbban ull) skemmta þeim sem kíkja inn á café khb með ljóðalestri, trúbadorsku og hljómsveitarbrölti en það verður jólaþema sem ríður rækjum (ræður ríkjum) en gallinn er sá að ég á ekki eitt einasta jólaljóð. vegna þessa hef ég fengið til liðs við mig kappa að nafni steinn steinarr til að fá andann yfir mig, fór á bókasafnið og fékk lánað ljóðasafn steinars. jájá svei mér þá, kviss bamm búmm eins og einhver sagði.