22.1.05

úllen, dúllen, doff

nýlega tók kúrekinn bush við embætti forseta bandaríkjanna í annað skiptið. í embættistökuræðu sinni minntist hann 15 sinnum á frelsi, umkringdur öryggisvörðum og skotheldu gleri. hann talaði um mikilvægi þess að frelsa aðrar þjóðir eða "breiða út frelsi" í heiminum en nýlega sagði vinkona hans og utanríkisráðherra bandaríkjanna, condoliza rice frá plönum stjórnar bush um að frelsa fleiri þjóðir en afganistan og írak og nefndi í því skyni 6 þjóðir sem þörfnuðust frelsunar. hvíta rússland, íran, búrma, norður kórea, kúba og zimbwabe. telja sérfróðir menn að íran verði frelsað strax í sumar enda liggur bush og co á enda þarf hann að útbreiða brosi yfir 6 þjóðir á aðeins 4 árum. nú er bara að bíða og sjá hvaða land vinnur fyrsta lottóvinninginn= frelsi í boði bandaríkjanna!
ps. ég minntist 6 sinnum á frelsi í þessari færslu...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/22/2005



20.1.05

taka 3

jæja, nú er nóg komið! þetta er 3ja tilraun mín til að blogga!! helvítis netið er eitthvað klikkað þessa stundina. í enn styttra máli en síðast talaði ég um húsasmiðjuna (sem ég er byrjaður að vinna í), þorrablót á borgarfirði eystri (sem ég ætla á í boði pabba) og þá spurningu, hvort ég ætti að halda upp á 25ára afmæli mitt þann 20 feb eður ei... bless í bili.
ps. eins gott að djöfulsins alheimsnettussan skemmi ekki bloggið einu sinni enn!!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/20/2005


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com