4.2.05

svefn er fyrir aumingja!

þessar vikurnar hef ég sofið minna en venjulega, þó vissulega hafi ég sjaldan sofið lengi í einu en þetta slær öll met. að meðaltali hef ég sofið ca 4-5 tíma á nóttu á virkum dögum og á föstudagkvöldum ca 2 tíma á næturvakt í menntaskólanum og mætt í húsasmiðjuna daginn eftir, og unnið til 4 þar og svo aftur á næturvakt um kvöldið. hef reyndar alveg náð að sofa ca 7 tíma á sunnudagsmorgnum og ætti því ekki að vera að kvarta og í raun er ég ekkert að kvarta, mér líður ágætlega, það er bara allir hinir sem verða fyrir óþægindum, bílar sem ég svína af veginum, samstarfsfólk sem þarf að slá mig utan undir á klukkutímafresti og lögreglan sem þarf að fylgja mér heim á hverjum degi...

framundan en engin hvíld heldur, ég verð sennilega að vinna í menntaskólanum enda finnst mér það virkilega skemmtilegt djobb, jafnvel það skemmtilegasta, fyrir utan mennina sem ferðast um sveitir búlgaríu og afmeyja heimasæturnar gegn greiðslu...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 2/04/200530.1.05

tákn frá guði

í fréttunum í kvöld sá ég tákn frá guði. þar var sýndur hinn eitilhressi jóhannes páll páfi 2 og með honum tveir krakkar. var páfinn að veifa fjölda manns sem safnast höfðu saman fyrir utan íbúð hans í páfagarði en hann flutti ræðu fyrir börnin á torginu og minnti þau á að muna eftir stríðshrjáðum börnum. sem endapunkt valdi páfinn að sleppa tveim friðardúfum út um gluggann en þá greip guð inní því dúfurnar vildu ekki út heldur flugu þær alltaf inn aftur, páfanum til mikillar skemmtunar. líklegast er þetta tákn frá guði sjálfum um að nú sé ekki tími fyrir friðardúfur...Bj�rgvin skráði þetta klukkan 1/30/2005


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com