25.3.05

bobby fischer kominn!

jæja, þá er skrítni skáksnillingurinn með síða skeggið kominn til íslands. í fyrstu hélt ég að jólasveinninn væri óvenjulega snemma á ferðinni þegar ég sá myndir af kappanum stíga úr einkavél stöðvar 2. stöð 2 hefur verið gagnrýnt harkalega í dag af öðrum fjölmiðlum vegna framgöngu sinnar í heimkomu bobbys en þið getið lesið um það á mbl.is
ætli bobby þurfi að velja sér íslenskt nafn eða er búið að breyta þeim reglum? er með nokkrar tillögur:
William Jón Fischer (kallaður Böddi Jón)
William Þór Fischer (kallaður Böddi Þór)
William Þorlákur Fischer (kallaður Böddi Þoddi)
Vilhjálmur Helgi Finnsson.

er einhver með betri tillögur?


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/25/200524.3.05

guð blessi páskana

er kominn í himneskt páskafrí! hvað skal gera í fríinu? dauðlangar suður en kannski er betra að spara peninginn... er þá bara að spá í að slappa af, njóta þess að vera ekki að vinna, fara á ca 2 fyllerí og hafa gaman. gæti samt alveg verið að ég kíki á akureyri laugardagskvöldið... hver veit?


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/24/200522.3.05

sveimérþá!

ég gat nú bara ekki orða bundist rétt í þessu en ég er að horfa á allt í drasli með viðbjóðunum heiðari snerti og skólastýrunni úr hússtjórnarskólanum í reykjavík. það er ekki nóg að þetta er ódýr eftirlíking af þætti sem sýndur er í ameríkunni frjálsu þar sem breskar snobbfrúr ráðast í hrottalegar íbúðir sem hafa ekki séð sápu í nokkur ár heldur er hjálmar hjálmarsson þulur í þættinum og ég hef eiginlega ekki heyrt hallærislegra rugl í einum þætti áður... þetta minnir á fræðsluþætti frá árinu 1983. ég er jafnvel að hugsa um að skipta um stöð...


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/22/200520.3.05

slappaðu af!

áðan fór ég á leikritið slappaðu af sem leikfélag menntaskólans á egilsstöðum setur upp um þessar mundir. ég skemmti mér bara prinslega (ekki alveg konunglega) en leikritið var ekkert gallalaust, hefði mátt fínpússa hér og þar en í heildina litið var þetta prýðisskemmtun með góðri tónlist, flottum söng og fínni umgerð. bestu söngvararnir fannst mér vera pétur ármanns og hildur evlalía unnarsd og svo var hafþór ágætur líka og sama má segja um katrínu huld en enginn slæmur söngur. sonur minn hákon fór á kostum eins og svo oft áður en hann lék lögreglumann og neil armstrong. einnig fannst mér gunnar sigvaldason standa sig mjög vel í hlutverki íhaldssams sjónvarpsstjóra. hljómsveitin stóð sig með stakri prýði eins og alltaf hjá leikfélagi me.
af 10 mögulegum gef ég leikritinu 7 og hálfan til 8.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/20/2005


alltaf sama sagan...

með mig, líður alltaf svo langur tími á milli bloggfærsla. á því hlýtur að verða breyting núna því kallinn er kominn með internetið í nýju tölvuna sína!

annars var ég að horfa á nágranna áðan og veit eiginlega ekki alveg hvernig mér líður, sá dr. karl kennedy og gyðjuna izzy saman og greinilegt var að þau höfðu ekki verið að ræða heimsmálin. hef svolitlar áhyggjur af susan í kjölfarið og libby sem er sem betur fer snúin aftur, sú þokkagyðja. þetta hlýtur samt allt að reddast, susan verður bara að taka myndarlega prestinn í smá kennslustund enda er hún alveg að springa...

og hvað varð að körtunni?? hefur enginn lengur áhyggjur af honum nema ég?

jæja, nóg komið í bili, sjáumst.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 3/20/2005


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com