10.4.05

orðleysi

vá hvað maður er eitthvað andlaus þessa dagana, hef ekkert bloggað í heila viku enda ekki haft neitt að segja, maður vinnur bara og fer heim, kíkir á fótboltaæfingu og körfu og jafnvel bandý en lítið gerir maður fleira en það. kíkti út í gær með helga bróður (nei jón, ég var ekki fullur) en við kíktum á svarthvítu hetjuna en þar hafði safnast saman slatti af fólki til að hlýða á stráka frá eskifirði. þeir tóku gamla og góða slagar í bland við nýja og myndaðist ágætis dansstemmning. við helgi hinsvegar sátum útí horni og töluðum illa um annað fólk sem er bara nokkuð góð afþreying. næstu daga og vikur verður svolítið mikið að gera því leikfélagið er að setja upp tvo einþáttunga sem verða sýndir í byrjun maí ef allt gengur upp.
over and out, reyni að blogga meira!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/10/2005


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com