|
|
|
|
|
27.4.05 biðin á enda jæja, ætli maður haldi ekki áfram að blogga, hef hreinlega ekki nennt því undanfarnar tvær vikur. ástæðan er kannski helst sú að líf mitt er með þeim tilbreytingalaustu á vetrarbrautinni. um síðustu helgi brá ég þó á það ráð að skreppa á akureyri með pápa gamla en á mánudeginum átti ég pantaðan tíma í segulómskoðun (já, hún er eins skemmtileg og hún hljómar). helgin var ágæt, róleg, hefði viljað hitta fleiri félaga og vinkonu en raun bar vitni en það bíður bara betri tíma. sem dæmi um hversu mikið mér leiddist á stundum (er ekki rétt að orða þetta svona?) þá fór ég 3 í bíó á 2 dögum. von bráðar kem ég með nánari úttekt á myndunum sem ég sá. ps. finnur bróðir ætlar að hjálpa mér að breyta útliti síðunnar þegar hann kemur austur, gaman, gaman. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 4/27/2005
|
||||
|
|
|
|
|