5.5.05

stykkishólmur, here i come!

í fyrramálið mun ég ásamt fríðu föruneyti (einar rafn og freyja) fara á ársþing bandalags íslenskra leikfélaga á stykkishólmi og hlakkar undirritaður mikið til en mun ég gista á hóteli og fá morgunmat, hádegismat og kvöldmat auk þess fer ég á sýninguna fiðlarinn á þakinu og margt fleira en auðvitað er þetta líka þing, ekki bara fjör. þetta verður gaman, finn það á mér. hafið það gott um helgina lömbin mín.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/05/2005



1.5.05

kvikmyndagagnrýni

eins og ég kom að áður þá var ég á akureyri fyrir viku síðan. þar sá ég 3 myndir á 2 dögum í bíó. hér er gagnrýnin á þeim:

1. the interpreter

myndin skartar úrvalsleikurum á borð við nicole kidman og sean penn en kidman leikur túlk hjá sameinuðu þjóðunum sem verður óvart vitni að samtali tveggja manna þar sem fram kemur að það eigi að drepa leiðtoga afríkuríkis. kidman á að vera kona sem er hálf amerísk og hálf afrísk (man bara ekki nafnið á landinu, það var tilbúið nafn) og því kunni hún málískuna sem töluð var í samtalinu. enginn trúir henni í fyrstu, ekki einu sinni fbi gaurinn hann sean penn en þegar hún verður fyrir sífellt meiri áreittni og hótunum frá þeim sem hún heyrt í þá fer penn smá saman að trúa sætu rauðkunni. upp á yfirborðið koma svo ýmis leyndarmál úr fortíð kidman en ég fer ekki nánar út í það.
myndin er ágætlega leikin og spennandi á köflum en einhvernveginn fannst mér eitthvað vanta í hana, veit ekki hvað, plottið var svo sem fínt en hefði mátt vera betra. að sumu leiti var myndin frumleg (t.d. sameinuðu þjóðirnar og afríkuríki en ekki rússar eða hryðjuverkamenn) en að öðru leyti er hún svolítið týpísk (kynferðisleg spenna milli aðalpersónanna og fl. í þeim dúr).
ég gef henni 3 af 5. fínasta afþreying.

2. der undergang (downfall, hrun)

myndin er þýsk og fjallar um síðustu daga hitlers. Bruno Ganz leikur adolf hitler en myndin er byggð á bók sem ritari hitlers, Traudl Junge gaf út fyrir nokkrum árum. Síðustu dagar hitlers einkenndust af ringulreið, geðveiki og svik en þó voru nokkrir sem héldu hollustu sinni við hitler og hans "hugsjón" og fylgdu honum í dauðan. Traudl er leikin af Alexandra Maria Lara og gerir hún það af stakri prýði. Bruno Ganz (sem lék engil í börn náttúrunnar) var samt sá sem kom, sá og gjörsigraði í þessari mynd þó karakter hans hafi gjörtapað. maðurinn leikur hitler af svo mikilli snilld að ég hef sjaldan séð annað eins. eva braun var líka leikin vel af juliane köhler.
í heild sinni er myndin frábær og vel þess virði að sjá. gef henni 4 1/2 af 5.
ps. ég held ég sé ástfanginn af alexöndru maríu lara.


3. cursed

eiginlega nenni ég ekki að eyða tíma mínum í að fjalla um þessa mynd. við pabbi fórum á hana á ak vegna þess að okkur leiddist, hún fjallar í stuttu máli um systkyni sem verða fyrir árás varúlfs og smitast af varúlfaveiki. hundleiðinleg, fyrirsjáanleg og vitlaus, christina ricci er alltaf sæt, wes craven þarf aðeins að leggja meira á sig næst þegar hann gerir mynd, ef hann gerir aðra.0,3 af 5.





Bj�rgvin skráði þetta klukkan 5/01/2005


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com